10.4.2007 | 11:16
Erfitt að kenna gamalli tík að sitja
Búin að prófa moggablogg og hugsa að ég haldi mig við mitt ástkæra www.123.is/sardinan í það minnst þangað til að áskriftin þar rennur út. Fínn staður fyrir ópólitísku mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 20:48
Hvítlaukurinn
Hef verið nokkuð dugleg við að snæða hvítlauks eitthvað um helgina og því er andadrátturinn eftir því. Því verða þeir sem vilja vera nálægt mér að borða hvítlauk sjálfir eða setja klemmu á nefið. Sálfri finnst mér andadráttur hvítlauksætu með því skelfilegra sem hægt er að anda að sér. Manni svíður í augun svo að tárin byrja að leka, kúgast, grettir sig en reynir jafnframt að vera kurteis við hvítlauksætuna með því að gera þetta allt inn í sér á óáberandi hátt. Ef ég væri ekki hvítlauksæta sjálf þá gæti mig grunað að ég væri ef til vill vampíra sem reyndar getur engan veginn staðist þar sem að mér finnst bæði blóðgrautur og blóðmör algjörlega óætt.
Er einhver þarna úti sem kann pottþétt ráð við hvítlauksandfýlu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2007 | 21:33
Ofvirkar kirkjuklukkur Glerárkirkju
Dagurinn í dag er búinn að fara í afslapp og heilsueflingu eftir innbyrðingu göróttra drykkja í gærkvöldi og nótt og paparnir klikkuðu ekki. Sund í Hrafnagilslaug í rúma 2 tíma, lambalærisát, ísát og hin árlega hefð að ræna súkkulaði af börnunum hafa gert daginn einstaklega ánægjulegan.
Gleðilega páska allir sem einn.
Bloggar | Breytt 9.4.2007 kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2007 | 10:28
Hinn langi föstudagur
Steini litli og Bjarki litli koma svo hingað í dag og þá verður kátt í koti. Ekki seinna vænna að kynna Írisi fyrir tengdasyninum sem ku víst vera óttaleg kelling samkvæmt föðurnum.
Er byrjuð að fara að huga að próflestri. Enda rétt mánuður í prófin og því fyrr sem maður kemur sér að verki því betra. Verð eflaust bæði geðstirð og leiðinleg á næstu vikum en það mun lagast aftur ég lofa.
Papaball á laugardaginn víha!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2007 | 15:47
Hermikráka
Engin maður með mönnum nema að vera moggabloggari svo ég færði allar færslur af gamla blogginu hingað inn. Að vísu vantar bil á eftir kommum og punktum og eins ákváðu greinarskil að vera ekkert að ómaka sig með því að flytjast með.
Sjáum svo til hvort að ég nenni þessu eða hvort ég haldi mig ekki bara við hitt vefsvæðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 11:03
Material girl
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 09:16
Viltu kaupa páskasól
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 16:28
Öllu má nú ofgera
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 19:32
Dymbilvika
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 17:53
Sól og sumarylur 31. mars 2007
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)