Ofvirkar kirkjuklukkur Glerárkirkju

Ég er ekki frá því að hringjaranum í Nortre Glerárkirkju finnist svolítið gaman í vinnunni sinni. Allavega er hann búinn að vera nokkuð duglegur við hringingar frá því að ég flutti hingað til Akureyrar á haustmánuðum. Gæti líka hugsast að hann sé á einhverskonar magn taxta eða þá að honum finnist bara ofsa gaman að róla sér í bjöllustrengnum. Allavega finnst mér kirkjuklukkunum vera hringt ansi og stundum óþarflega oft.

Dagurinn í dag er búinn að fara í afslapp og heilsueflingu eftir innbyrðingu göróttra drykkja í gærkvöldi og nótt og paparnir klikkuðu ekki. Sund í Hrafnagilslaug í rúma 2 tíma, lambalærisát, ísát og hin árlega hefð að ræna súkkulaði af börnunum hafa gert daginn einstaklega ánægjulegan.

Gleðilega páska allir sem einn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ég las þetta "blúndustrengur, götóttir drykkir og Hrafnistulaug" og hélt þú hefðir lent á sjens með Sylvíu Nótt og Skara Skrípó á árshátíð Hrafnistu. Þarf að pússa glerauvun. Lovjú.

Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband