Nýtnin í fyrirúmi

Stóð örverpið að því að vera að dunda sér við að týna cheerios hringi sem hafa dottið í gólfið í atgangi morgunverðartraffíkarinnar hér á bæ, upp í dúnkinn þar sem að við vanalega geymum hafrahringina. Það virtist ekki skipta hann neinu þó að hringirnir væru gegnsósa af mjólk eða ef að kuskhnoðri var fastur við. Líklega sleppi ég því að vera að fá mér cheerios næstu daga. Læt börnin um að klára þetta og segi þeim að sjálfsögðu ekki neitt.Allavega þá er tuskan komin á loft og þá er eins gott að nýta þetta óvænta tuskumaníukast og gera eitthvað í málunum. Kofinn skal verða hvítskúraður og ilmandi þegar ég leggst til hvílu í kvöld. Hreinaþvottsfjallið ógurlega skal verða að engu og bremsuförin í klósettskálinni eru dauðadæmd.Eigið góðan dag

Andfúl og andlaus

Eftir vinnutörn vikunnar er ég bara skelfilega andlaus. Markaðsfræðiverkefnið átti að skilast inn fyrir miðnætti í gær og það hafðist. Skilaði klukkan 23:58. Er að reyna að gabba hann Steina ekki lengur afríska til að kíkja í heimsókn yfir páskana með örverpið sitt. Getum hjálpast að við að borða páskaegg frá afkvæmum.Sit og borða súkkulaði sem ég stal af Andreu í morgunmat. Ussssss ekki kjafta í hana, hún verður tjúll.Gaman að sjá ykkur hér í færslunni á undan. En auðvitað gætu trilljón trylltar truntur ekki stoppað ritgleði mína svo þetta voru orðin innan tóm.Þar til síðar..

Uppreisn

Blogga ekki meir fyrr en þessir tæplega 100 einstaklingar sem kíkja hingað daglega láti vita af sér Who are you people?

Úbbs

Fór óvart út á djammið í gær. Skellti mér í dansskóna mína og þrammaði niður á kaffi AK klukkan hálf tvö í nótt í ágætis félagsskap. Var bara nokkuð gaman verð ég að segja. Hefði getað dregið með mér heim heilan vinnuskúr af sauðdrukknum og þuklandi pólverjum ef stemming hefði verið fyrir því en ákvað að sleppa því í þetta sinn. Var komin heim um klukkan hálf fimm og vöknuð klukkan átta í morgun og er búin að vera að lesa rekstrarhagfræði síðan þá. Oggu ponsulítið syfjuð og skil ekkert í því.Og hey já, hitti Ísfirðinga, það var bara gaman.

Ég trúi því að ég geti flogið

En veit samt að það er bölvað rugl í mér.Páskafrí handan við hornið og þá þarf víst að taka tölfræðina í nefið buhu.Núna eru hinsvegar rekstrarhagfræðipróf framundan og þarf ég að þræla mér í gegnum 5 kafla þar. Ársreikningaverkefnið er í vinnslu og þarf að skilast þann 26. Case study í markaðsfræði þarf að skila í næstu viku og já framundan er eitthvert skelfingarverkefni í rekstrarstjórnun.Ó hvað ég hlakka til sumarsins.Eldaði lambalifur í gær og komst að því að mér þykir hún ógeð. Því hef ég ákveðið að elda aldrei lambalifur aftur.

Rass

Drengurinn skrapp aðeins inn í herbergi fullklæddur og koma svona fram. Latibær frá toppi til táar og í sjónvarpinu.

Til hamingju lilli minn

Steini minn er 47 ára í dag. Til hamingju kúturinn minn.

Rok og rækt og kúkur í klósetti

Úti er rok. Ég fór í ræktina. Eins og vanalega. Í dag. Ætlaði í pottana. Hætti við út af roki. Fer aftur í ræktina á morgun. Ætla þá í pottana. Ef að það verður ekki rok. Er að vinna ársreikningaverkefni. Þarf að fara að lesa fyrir rekstrarhagfræðipróf. Þarf að fara að vinna case study í markaðsfræði. Þarf að læra tölfræði. Þarf ekki að vaska upp. Það er búið.Hmmm öðruvís bloggstíll og nokkuð ljóst að hann er ekki að virka. En maður verður svo sem að prófa eitthvað nýtt til að sjá hvort að það virki er það ekki?Mikið afrek var framkvæmt í dag. Sonur minn hann Jóhann Þór kúkaði í klósettið í fyrsta sinn. Merkur áfangi sem fékk mig til að vökna um augun og fyllast af stolti. Ó móðurhjartað gleðst yfir ógeðfelldustu hlutum þegar afkvæmin eiga í hlut.

Til hamingju stubburinn minn

Bróður- og guðsonur minn hann Kristófer Dagur Pálsson hefur náð þeim mikla áfanga að verða 6 ára í dag. Til hamingju með daginn sætastur.

The war is on

Við vírusinn í tölvunni minni erum komin í stríð. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tekst mér ekki að losna við kvikindið. Náði eitthvað ferlega sniðugt fix tool frá trend micro en neibb! Þrátt fyrir 20 mínútna skönnun og eitthvað fleira, gerðist nákvæmlega alls ekki neitt. Vírusinn situr sem fastast og harðneitar að yfirgefa svæðið. Ósvífið helvíti sem grettir sig framan í mig og veifar löngutöng. Búin að gúgla leiðir til að losna við kvikindið og eftir því sem ég kemst næst er það heví moj. Minn einfaldi kvenmannsheili er bara ekki gerður fyrir heví moj Búin að gera varúðarráðstafanir upp á framtíðina og setja upp alemennilega vírusvörn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband