Erfitt að kenna gamalli tík að sitja

Búin að prófa moggablogg og hugsa að ég haldi mig við mitt ástkæra www.123.is/sardinan í það minnst þangað til að áskriftin þar rennur út. Fínn staður fyrir ópólitísku mig.

 


Hvítlaukurinn

Hef verið nokkuð dugleg við að snæða hvítlauks eitthvað um helgina og því er andadrátturinn eftir því. Því verða þeir sem vilja vera nálægt mér að borða hvítlauk sjálfir eða setja klemmu á nefið. Sálfri finnst mér andadráttur hvítlauksætu með því skelfilegra sem hægt er að anda að sér. Manni svíður í augun svo að tárin byrja að leka, kúgast, grettir sig en reynir jafnframt að vera kurteis við hvítlauksætuna með því að gera þetta allt inn í sér á óáberandi hátt. Ef ég væri ekki hvítlauksæta sjálf þá gæti mig grunað að ég væri ef til vill vampíra sem reyndar getur engan veginn staðist þar sem að mér finnst bæði blóðgrautur og blóðmör algjörlega óætt.

Er einhver þarna úti sem kann pottþétt ráð við hvítlauksandfýlu?


Ofvirkar kirkjuklukkur Glerárkirkju

Ég er ekki frá því að hringjaranum í Nortre Glerárkirkju finnist svolítið gaman í vinnunni sinni. Allavega er hann búinn að vera nokkuð duglegur við hringingar frá því að ég flutti hingað til Akureyrar á haustmánuðum. Gæti líka hugsast að hann sé á einhverskonar magn taxta eða þá að honum finnist bara ofsa gaman að róla sér í bjöllustrengnum. Allavega finnst mér kirkjuklukkunum vera hringt ansi og stundum óþarflega oft.

Dagurinn í dag er búinn að fara í afslapp og heilsueflingu eftir innbyrðingu göróttra drykkja í gærkvöldi og nótt og paparnir klikkuðu ekki. Sund í Hrafnagilslaug í rúma 2 tíma, lambalærisát, ísát og hin árlega hefð að ræna súkkulaði af börnunum hafa gert daginn einstaklega ánægjulegan.

Gleðilega páska allir sem einn.

Hinn langi föstudagur

Mikið ógurlega þótti mér þessi dagur leiðinlegur þegar ég var barn. Núna er hann kærkominn leti- og afslappelsisdagur með ormunum mínum.

Steini litli og Bjarki litli koma svo hingað í dag og þá verður kátt í koti. Ekki seinna vænna að kynna Írisi fyrir tengdasyninum sem ku víst vera óttaleg kelling samkvæmt föðurnum.

Er byrjuð að fara að huga að próflestri. Enda rétt mánuður í prófin og því fyrr sem maður kemur sér að verki því betra. Verð eflaust bæði geðstirð og leiðinleg á næstu vikum en það mun lagast aftur ég lofa.

Papaball á laugardaginn víha!!

Hermikráka

Engin maður með mönnum nema að vera moggabloggari svo ég færði allar færslur af gamla blogginu hingað inn. Að vísu vantar bil á eftir kommum og punktum og eins ákváðu greinarskil að vera ekkert að ómaka sig með því að flytjast með.

Sjáum svo til hvort að ég nenni þessu eða hvort ég haldi mig ekki bara við hitt vefsvæðið.


Material girl

Ma ma ma ma ma ma ma material girl sjúbbídú.Mikið finnst mér merkilegt þegar fólk grobbar sig af velmegð sinni. Eflaust eru margir sem hugsa "váááááááá þessi á sko mikið af peningum og er því eflaust töluvert merkilegri manneskja en Kobbi gamli sem á ekki neitt". Svona hugsunarháttur fer verulega mikið í taugarnar á mér. Við erum víst öll fædd alsber og slímug inn í þennan heim og það eitt að einhver eigi meiri peninga en aðrir gerir hann ekki að betri manneskju fyrir vikið nema síður sé. Ég er kannski eitthvað skrítin en mér finnst það ekki aðlaðandi við fyrstu kynni þegar manneskjan gortar af því að hann/hún græði svona og svona mikið og eigi svona og svona mikið og ætli að kaupa sér þetta fyrir svona mikla upphæð. Það fælir mig frá frekari kynnum ef ég á að segja alveg eins og er.Djúpt ég veit. Það er óvart og mun ekki gerast neitt voðalega fljótlega aftur.Litla systir mín hringdi í gær og tilkynnti mér að hún væri á leið á klakann í lok júní. Ó hvað ég hlakka til að sjá framan í smettin á þeim öllum. Kannski maður fari að æfa sig í krokket án adrennu og undir áhrifum svo maður rústi nú örugglega Geirmundarstaðir open í sumar. Væri hneysa ef að ég, besta, fallegasta, skemmtilegasta og frábærasta eintakið af systkinahópnum myndi tapa. Það bara má ekki gerast!Viltu kaupa páskasól tralalalala

Viltu kaupa páskasól

Brakandi blíða enn og aftir hér á norðurlandinu. Mælirinn sýnir 10°C og klukkan er rétt rúmlega 9 að morgni. Heiðskýrt og sólin vakti mig með geislum sínum núna í morgunsárið.Keypti páskaegg fyrir afkvæmin í gær og þarf núna að hlusta endalaust á son minn segja að honum langi svo mikið í páskaegg. Hann meira að segja nefndi það áður en að hann var almennilega vaknaður í morgun. Hann er fremur geðvondur yfir þessu öllu saman og reyndi að bíta systir sína í höfuðið sem segir hann vera vondann. Hann þvertekur fyrir það og segist vera góður með ströngum mömmu róm.Dagurinn í dag er tileinkaður kafla 4 og kafla 5 í tölfræðibókinni minni. Bíllinn fær líka smá dekur líka, enda svo haugskítugur að það má varla sjá hvernig hann er á litinn greyið.Lambalærleggur er farinn að þýðast fyrir páskadaginn, Steini og örverpi væntanlegir á næstu dögum, afkvæmin orðin spennt og allt í lukkunnar vel standi.Lífið er bara alveg ágætt þessa dagana.

Öllu má nú ofgera

En ég ætla ekki að ofgera eitt eða neitt. Er að blogga því að Skúli greyið hefur ekkert að lesa og kvartaði undan því að ég hefði ekki skrifað neitt í dag.Hef nákvæmlega ekki neitt að segja nema þá helst að í dag er ég með rautt hár, blá augu, 10 tær, 10 fingur, nef, 2 eyri, 5 augu, 7 brjóst og 54 maga.Ekki frá því að í mig sé kominn prófkvíði.

Dymbilvika

Páskarnir rétt handan við hornið. Veðurblíðan í dag og í gær hefur þó villt um fyrir manni svo maður gæti haldið að 17. júní væri að renna í garð. Eyddi deginum í dag líka í sundlaug og er bara komin með þennan fína lit.Von er á gestum en Steini og sonur ætla að eyða páskunum með okkur. Við Steini ætlum svo að spæna á papaball í Sjallanum á laugardeginum og sýna norðlendingum hvernig á að skemmta sér. Súkkulaðiát, lambalærisát, sundhangs og annarskonar hangs og jú lærdómur er á dagskránni.Fór annars aftur óvart út í gærkvöldi og nei ég er ekkert að verða einhver djammdrottning, eftir næstu helgi er komin löng pása. Okkur Katrínu leiddist sem sagt báðum heima í gærkvöldi og því varð ákveðið að skella sér bara á pöbbarölt. Græni hatturinn og Kaffi Akureyri urðu þess heiðurs aðnjótandi að því dönsuðum í þeirra húsakynnum. Fínasta kvöld bara.

Sól og sumarylur 31. mars 2007

Ég held að veðurguðirnir hafi dottið í það í gærkvöldi. Allavega hafa þeir sofnað á verðinum í dag. Var að koma úr sundlaug Akureyrar þar sem að ég og mínir mölluðu í sólinni í 2 tíma. Úti er 14 stiga hiti!!!!Eitthvað er föðurleysið farið að hrjá son minn. Hann valsaði um barnalaugina þar sem að nokkrir karlmenn á ýmsum aldri láu og sleiktu sólina, benti á þá og spurði "er þetta pabbi minn?" Leit hálf illa út og ég svaraði hálf vandræðalega "nei vinur þetta er ekki pabbi þinn". Nú halda karlmenn á ýmsum aldri á Akureyri að sonur minn sé föðurlaus vesalingur.Palli bróðir kom í land í dag og ætlum við systkinin ásamt okkar fylgifiskum að snæða á Greifanum í kvöld (ekki fara að gráta Þórður).Ahhhhhhhhhhhh hvað maður endurnærist eftir svona dag.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband