Dónablogg

Paris Hilton Screwing . Vona að þetta gangi nú ekki alveg fram af ykkur.

Umferðin og ég

Ég, Íris og Rassatinn brugðum okkur niður í bæ í dag. Erindið var að láta taka saumana hennar Írisar eftir myndarammaslysið ógurlega. Byrja á því að bakka úr bílastæðnu hér heima án þess að moka burt þennan litla snjó sem var á afturúðunni. Hefði gengið eins og í sögu ef lögreglan hefði ekki í sömu andrá keyrt inn á stæðið. Löggi stökk út og skammaði mig fyrir að taka ekki almennilega af bílnum. Að sjálfsögðu varð ég alveg miður mín og felldi tár og var í miklu uppnámi. Hreinsaði af rúðunni og hóf för mína niður í bæ. Fór í gegnum hringtorg og svo að næstu ljósum þar sem ég stoppaði samviskusamlega. Skildi ekkert af hverju gaur sem var beint fyrir framan mig góndi á mig eins og ég væri eitthvað viðundur úr himingeimnum fyrr en ég leit upp og sá að ég hafði stoppað á GRÆNU ljósi. Guðbjörg fífl! Vil meina að þetta sé tölfræðinni að kenna en ekki það að ég sé gufa og fáviti.
Til að þóknast Maríu er hér smá táslublogg. Tálurnar mínar eru sætar og krúttlegar. Að vísu þyrfti að klippa neglurnar og jafnvel skafa undan þeim, en það krefst þess að ég þurfi að beygja mig og það er aðeins of mikil líkamleg áreynsla.
Búið í bili, bæ!

Nenni ekki að blogga

En allar góðar blogghugmyndir vel þegnar.

Morðið á hinni mér

Merkilegur atburður var að gerast rétt í þessu. Ég framdi morð. Það þykir nú oftast ekkert voðalega sniðugt en í þessu tilviki var það mjög sniðugt. Sagan er sú að síðustu daga hefur önnur ég verið að vaxa út úr kinninni á mér í formi voldugrar bólu. Og þar sem að ég hef aldrei verið þekkt fyrir að geta látið bólur í friði (spyrjið bara alla fyrrverandi kærasta lífs míns) þá hef ég verið að hamast á kvikindinu síðustu daga án árangurs. Í dag 2. febrúar á því herrans ári 2007 tókst þó að sprengja ófétið. Óhh glorí og halelúja, merkileg fullnægja og sigurtilfinning sem fylgir þessum verknaði. Hinsvegar sit ég núna uppi með svöðusár á kinninni. En það er í lagi því bólan er sigruð!
Flensuvertíðin ennþá í fullum blóma og ég föst heima með hundveika Írisi sem er með 7faldan háls.
Knús á línuna.

Í upphafi var orðið

Hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að venja son minn af bleiu? Hann harðneitar að losa sig við úrgang í bæði salernið sem og koppinn. Honum finnst það greinilega ekki karlmanni sæmandi að sitja á postulíni eins og hver önnur kelling og því brúkar hann frekar bleiuna, sem reyndar er afskaplega karlmannlegt. Góð ráð vel þegin!
Foreldrar á leið austur á bóginn um helgina og þá verður haldið kaffiboð með hnallþórum og brauðtertum. Svo fékk ég afskaplega skemmtilegar fréttir frá Svíþjóð. Reikna með að fara með mig sjálfa og afkvæmi í kringum 10. júní, taka líklega bílaleigubíl í Köben og bruna svo yfir brúna til Sverige. Örvæntið eigi, ég kem aftur, nema að svíjarnir setji mig í pott og éti.
Yfir og út.

Sveitt

Og það meira að segja pungsveitt, ef ég hefði pung. Dröslaði Palla bróður í ræktina með mér og svo skokkuðum við systkinin hlið við hlið prúð og stillt. Ef ég myndi spóla ca 25 ár aftur í tímann hefðum við líklega verið að slást í staðinn fyrir að skokka. Ójá ég hef ófáan hárlokkinn rifið af höfði bróður míns og líklega er það mér að kenna að hárið á honum er farið að þynnast í dag.
Bloggið verður ekki lengra að sinni þar sem upp gaus gífurleg skítafýla hér við hliðina á mér og sonurinn virðist hafa eitthvað að fela.

Gefandi og drepfyndið...

að vera unglingamamma.
Enn og aftur var verið að ræða karlmannsleysi mitt innan veggja heimilisins. Unglingurinn vill alls ekki að ég eignist kærasta, það er bara alls ekki við hæfi. Hinsvegar má ég alveg eignast eiginmann??? Eiginmaður er eiginlega nauðsynlegur svo ég verði ekki alein á elliheimilinu. Þarna skaut ég inn í að mig langaði bara alls ekki til að veslast upp á elliheimili með eða án eiginmanns. Unglingurinn horfði á mig hneyksluð og sagði að ég yrði að fara á elliheimili, meira að segja langaði henni að fara á elliheimili sjálfri. Ég spurði afhverju í ósköpunum hún vildi það. Svarið var stutt og laggott. "Nú til að fá frítt í ræktina auðvitað!"

Iddsí biddsí spæder

Kominn mánudagur enn og aftur. Það þýðir að það verður kominn föstudagur áður en maður veit af. Mánudagsheitið er að vera nagli þessa vikuna.
Vor í lofti og klakinn á bílastæðinu bráðnar með hraði. Óhh hvað það verður notalegt að geta labbað án þess að þurfa að hnykla rassinn til að halda jafnvægi. Var næstum búin að fljúga á afturendan þegar ég tiplaði yfir svellið á sunnudagsnóttina og það hefði ekki verið gott.
Játa mig sigraða fyrir Sæunni, manneskjan er ofvirk og það er ekki séns að ég nenni að hanga 12 tíma í ræktinni á einni viku! Er komin í fit&fab keppni við sjálfa mig bara

Aðgerðir Kompás

gegn barnaperrum Íslands eru mjög umdeildar í þjóðfélaginu. Í þættinum í kvöld kom fram að í kjölfar þáttanna væru foreldrar að leita sér upplýsinga um þessi mál. Það verður að teljast gott mál. Þessir þættir hafa vakið foreldra til umhugsunar um hversu netið er hættulegur staður fyrir ungana okkar. Jafnvel þó að ýmis samtök hafi reynt að fræða landann eftir bestu getu þá er það ekki nærri eins árángursríkt. Því klappa ég og tek ofan fyrir Kompás. Það eru óhugnanlega margir menn sem eru tilbúnir að veiða sér lambakjet í soðið, meira en maður gerði sér grein fyrir. Ég er sorgmædd.

Buhu

Þunn í dag, ekki eins gaman. Solla samt ennþá best.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband