Lúmska kvikindi

Í dag er laugardagur sem gjarnan er líka þekktur sem nammidagur. Það þýðir að herbergi Karenar og Írisar er eins og Hirosima daginn eftir sprengingu. Hér á bæ fær engin nammi fyrr en að herbergið er komið í mannsæmandi horf og ekki sé hægt að ruglast á því og öskuhaugnum. Allavega að þá er hún Íris veik og því afsökuð frá þrælkunarvinnu þessa laugardags og Karen því sett ein í verkið með áköfum mótmælum af hennar hálfu. Á endanum samþykir hún þó að hún verði nú að vinna þetta verk og gengur í átt að herberginu sínu með skeifu á andlitinu. Þá sé ég ljósaperu birtast fyrir ofan höfuð hennar og skeifan færist upp á við. Hún kallar með mjúkri englaröddu "Jóhann, ó Jóhann, viltu koma að leika við stóru systur?". Drengurinn verður að sjálfsögðu mjög upp með sér, það er ekki oft sem honum er boðið inn í þennan dásamlega undraheim sem inniheldur fullt af áhugaverðum hlutum sem hann má oftast ekki koma nálægt. Vesalings Jóhann hefur ekki hugmynd um að hann verði settur í hlutverk þræls og fá mest lítið að dást að þessum forboðnu hlutum systra sinna.
Svindlaði í gær og fékk mér bæði bankastjórabollu og Irish Coffey bollu. Hriiiiikalega gott!

Hættu nú alveg!

Íris lasin í 3ja sinn á 3 vikum, þarf að skunda með hana á vaktina í dag og láta skoða krakkann. Eins gott að hún verði komin í lag fyrir öskudaginn svo hún geti farið og sungið fyrir nammi.
Er annars hálf heiladdauð og gífurlega stressuð. Þarf að útvega gögn fyrir verkefnin sem hrannast upp, byrja að skrifa niður gróft uppkast og finna út og stúdera formúlur til að geta gert spádómslíkan. Hitti svo hópfélaga mína í næstu viku og þá verða fætur látnir standa út úr skálmum og allt klárað, að mestu allavega.
Hef ekkert sniðugt né skondið til að segja í dag.

Dagur prumpsúpunnar

nálgast með hraði. Ég er ekki frá því að ég sé orðin yfir mig spennt. Og ekki nóg með það að þá er dagur hliðarspiksins þar á undan. Hér á bæ verður gerður haugur af rjómabollum sem ég mun borða flestar sjálf. Um kvöldið verða svo gerðar alvöru hakkbollur með alvöru kartöflumús og alvöru sósu með mikið af lauk. Ó það er svo erfitt að vera matargat.
Sonur minn harðneitar ennþá að sleppa bleiunni. Sú stund er nú samt komin að ég held að hann fari að kveðja sína heittelskuði bleiu. "Mamma vildir þú nokkuð vera svo væn um að skipta um bleiu á mér, ég hef losað um hægðir" er glöggt merki þess að afkvæmið sé komið á þann aldur til að gera þarfir sínar í klósettið. Ekki vill hann nú samt viðurkenna það og þess vegna erum við í smá krísu hér á bæ.
Slojdagur í dag og þá er þessi vel við hæfi

Þetta gengur ekki

Harðsperrurnar í maganum á mér versna bara og versna. Ég geri bara gamaldags "sit ups" þegar ég æfi. Sem sagt sting tánum undir neðstu rimlana og hífi svo skrokkinn upp á maga afli. Þetta hef ég oft gert í gegnum tíðina en þó ekkert eftir að ég fór í aðgerðina í sumar, svo ég var að spá hvort það þetta væri kannski eitthvað tengt henni.
Annars fór ég með unglinn í ræktina í gær. Hún var búin að vera með miklar yfirlýsingar um hvað hún væri miklu betri en ég í öllu og myndi sko rústa mér þarna inni. Við byrjuðum í skíðatækinum, eftir 5 mínútur nennti krakkinn þessu ekki lengur og sagðist ætla á hlaupabrettið. Klukkutíma seinna þegar ég var búin að lyfta, gera magaæfingar og skokka smá, var krakkinn ennþá labbandi í hægðum sínum (bannað að snúa út úr!) á hlaupabrettinum. Ekki veit ég hvað unglingurinn kallar að rústa en mér leið hreint ekkert eins og mér hefði verið rústað. Gat sparað mér Skúla Óskarssonar (einn frægasti kraftlyftingamaður Íslands fyrr og síðar Viktoría) öskrin því ég sá krakkann varla þann tíma sem ég var þarna inni.
Í kvöld er þó séns að ég fái að taka smá Skúla þar sem að hún er alveg til í að koma með aftur.
Í dag er dagur elskenda og því ætla ég að bjóða sjálfri mér út að borða í kvöld. Ég er nú þegar búin að færa sjálfri mér blómvönd og konfekt í hjartalagaðir öskju. Mikið er ég heppin að vera elskuð af mér.
Próf í rekstrarhagfræði um helgina, vúbbídú.

Eurovison viðbjóður

Ég má hundur heita og skal éta hattinn minn og jafnvel sokka líka ef framlag Íslands kemst upp í aðalkeppnina í ár. Er að hlusta á lögin sem eru í undankeppninni og ekkert að þeim er neitt sérstakt. Sorglegt.
Unglingurinn heimtar að fá að fara með mér í ræktina og því skal það svo vera. Frá og með morgundeginum þarf ég að dröslast með hálffullorðið afkvæmi mitt inn á líkamsræktarstöðina mína. Þar ætla ég að gera mitt besta til að verða henni til skammar. Taka Skúla Óskarsson öskur þegar ég er að lyfta og jafnvel mása með tunguna úti eins og hundur þegar ég skokka á hlaupabrettinu. Mikið er gaman að vera móðir.

Ég á mér draum

Mig dreymir um að verða skipulögð og mig dreymir um að losna við þessa frestunaráráttu sem háir mér. Mig dreymir um að öðlast sjálfsagan sem mig svo innilega skortir. Jább í dag er sem sagt komið að enn einu tölfræðiverkefninu.
Finnið fervikasummuna SS = S(y - y)2 = (n - 1)s2 og sýnið
fram á eða sannreynið að hún sé jafnt og Sy2 - (Sy)2/n
Innan við 2 vikur þar til að ég, Sæunn og Skúli verðum sameinuð hér í höfuðborg norðurlandsins. Vúbbídú!

http://blogaislensku.blogspot.com/

Vaknaði í morgunsárið og opnaði námsbækurnar og ætlaði og ætla ennþá, láta hendur standa fram úr ermum í lærdómnum í dag. Opnaði líka bloggið mitt og fór í trackerinn og sá þar slóð sem ég kannaðist ekki við. Einhver framtakssamur hefur sem sagt ákveðið að opna vefsvæði þar sem saman er safnað íslenskum bloggsíðum. Fann þar sjálfa mig, Þórð vinkonu, Önnu og Steina. Viðurkenni hér með að ég er forvitin, hver er það sem stendur fyrir þessu?
Rekstrarsjórnunarverkefni upp á 20.000 slög þarf að skila fyrir 26. feb. Markaðsfræðiverkefni upp á annað eins þarf að skila 3. mars og svo eru það náttúrulega öll hin verkefnin og daglega amstrið. Held að ég verði ekki viðræðuhæf á næstunni.
Solla mín, til hamingju með frelsunina og nýja bloggið á besta vefsvæðinu.

Morgunstund gefur gull í mund

Vaknaði í morgun með steinsofandi strák liggjandi ofan á hausnum á mér. Alltaf þarf strumpurinn að finna sér undarlega svefnstaði og ekki velur hann þá þægilegustu heldur. Ekki nema vona að mig hafi dreymt að hausinn á mér væri í risavöxnum hnetubrjót.
Markaðsfræðiverkefnið komið af stað. Er að lesa mér til um miðaða markaðssetningu og stúdera hvaða vara væri heppileg sem dæmi um slíkt. Þetta er töluvert skemmtilegra en aðfræðiverkefnið fyrir áramót og mér er það ljóst að markaðsfræði er eitthvað sem ég hef verulegan áhuga á. Ekki nokkur einasta spurning að ég ætla að svissa úr fjármálasviði yfir í markaðsfræðisvið.
Magavöðvarnir mínir öskra í hvert skipti sem ég hreyfi mig. Herti áreynsluna til muna og breytti um æfingaaðferð og það er líka að svínvirka svona. Opperation tröllmössuð á húrrandi siglingu.
Hvað á maður svo að gera skemmtilegt í dag?

Tumi þumall

vinstri handar er stokkbólginn. Líklega hef ég reynt óþarflega mikið á hann þegar ég var að æfa í gær? Vona að greyið jafni sig með hraði. Fyrra þol og þrek er alveg að verða endurheimt. Ekkert eins gott eins og að skíða af krafti svo að svitinn þeytist af manni svo að það sé eins og það rigni í ræktinni. Er búin að auka við lyftingarnar til að tóna mig betur upp.

Anna Lóa, Solla og ég sjálf sötruðum swiss mocca á Kaffi Karólínu í gærkvöldi. Áttum mjög svo athygliverðar samræður og það var hlegið dátt. Takk fyrir kvöldið gæsirnar mínar.
Ennþá skítkalt hér á norðurlandinu góða, finnst að það ætti að setja lög á þetta.

Staður
Vindátt
Vindhr. m/s
Veður
Skyggni km
Hiti C
Daggarmark C
Lágm. C kl. 9-9
Hám. C kl. 9-9
Úrk. mm kl. 9-9
Loftþr. hPa

Akureyri
SSA
1
Heiðskírt
70
-11.2
-13.1
-11.2
-6.2
.
1012.6
Hvenær kemur lóan til að kveða burt snjóinn???
Að lokum vil ég votta aðstandendur Önnu Nicole Smith mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Guðbjörg gerist pólitísk.
Var að lesa inn á mbl að Kristinn H. Gunnarsson sé núna hættur í framsókn og ætli til frjálslyndra. Spurningin er hversu lengi hann muni endast þar og í hvaða flokk hann hoppar þá næst? Einhvernveginn finnst mér svona jójópólitíkus ekki vera mjög traustvekjandi og því ekki eftirsóknarvert að fá hann til liðs við sig. Einhver til í veðmál?


Merk tímamót

Um þessar mundir á ég 20 ára meydómsmissisafmæli. Hugsa með hrolli til þessa vandræðalega og klaufalega atburðs. Verst að mamma og pabbi er að lesa og fatta því að ég var ekkert 25 ára þegar ég svaf hjá í fyrsta sinn eins og ég sagði þeim. Spurning hvernig maður á að halda upp á þetta?
Annars ekkert nýtt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband