Ég og árshátíð

Hér má sjá yðar einlægu rétt fyrir eftirrétt á skrallinu "góða".Lesa má bæði fullu og veiku úr augnaráðinu, og en sem komið er liggur undirrituð eins og klessa undir sæng, rennsveitt með hósta og almennan aumingjaskap.Ég verð nú bara að viðurkenna að ég var nokkuð fín miðað við aldur og fyrri störf.

Flensa frænka mætt

Fór heim fárveik í nótt. Ligg núna með hósta, beinverki og hita. Notaði ekkert lím. Get ekki bloggað meira. Bæ

Árshátíð!

Í kvöld mun ég skunda á árshátíð háskólans á Akureyri með bæði brjóstin tryggilega límd ofan í kjólinn minn og bros á vör. Að sjálfsögðu verður sett upp full stríðsmálning og pinnarnir skorðaðir rækilega undir fæturnar. Hnausþykkt ilmvatnsský mun umliggja minn kropp og þokkafullt göngulag mitt mun vekja athygli. Reyndar er hætt við að þokkafullt göngulag mitt muni ekkert vera svo þokkafullt þar sem að ég hef gjarnan verið þekkt fyrir brussulegan líkamsburð sveitastúlkunnar. En hverjum er svo sem ekki saman svo framarlega að brjóstin haldist ofan í kjólnum og ég detti ekki á hausinn.Barnleysið er ennþá skrítið. Náði þó að sötra úr alveg 2 heilum hvítvínsglösum fyrir svefninn. Þurfti að vísu klapplið til þess þar sem að ég gleymdi alltaf að fá mér sopa. Viðmælandi minn var reglulega duglegur að ýta við mér og minna mig á að fá mér nú sopa. Verð að fara að herða mig í drykkjunni, maður er svo óheimsborgaralegur þegar maður er ekki kenndur á hverju kvöldi og vaknar algjörlega hausverksfrír á morgnana.Óskið mér góðs gengis á veiðilendunum!

Kátt í koti

Börnin farin til Húsavíkur og ég er alein í kotinu. Það er bæði ljúft og skrítið. Hrikalega tómlegt en jafnfram ofsalega rólegt. Ætla að þrífa kofann hátt og lágt. Krulla mig undir teppi með hvítvínsglas í hönd og hafa það náðugt í kvöld. Palli bró kominn í land og við systkinin fórum að versla. Ég heimtaði að fara í Byko til að kaupa teppalímband. Palli spurði hvað í ósköpunum ég ætlaði að gera við það og missti kjálkann niður í gólf þegar ég tjáði honum það að límbandið væri ætlað til þess að halda júgrunum ofan í kjólnum. Það er ekki tekið út með sældinni að hafa haft 4 grísi á spena. Þetta gera víst stórstjörnurnar og ég ætla sko að apa eftir ójá!

Vinkonur mínar

Langaði bara að kynna ykkur fyrir vinkonum mínum þessa önnina. Vinkonur mínar á síðustu önn eru ofan í skúffu og fá ekki að vera með.Talið neðst er markaðsfræðibókin, rekstrarstjórnunarbókin, tölfræðibókin, ársreikingabókin og síðastar en alls ekki sístar eru rekstrarhagfræðibækurnar tvær. Þar ofan á hvílir casio reiknivélin mín og svo fékk nestið líka að vera með á myndinni.Samtals vega þessar bækur hátt í 30 kg og kostuðu marga marga marga peninga. Þetta er samt bara fyrir eina skitna önn.Árshátíðin nálgast jíha!

Sex

Í dag var ég á hlaupabrettinu þegar ég rak augun í skemmtilega tölur. Var á 6 km hraða í 6% halla, var búin að ganga 660 metra og og brenna 66 kaloríum á 6,06 mínútum. Varð bara að deila þessu með ykkur.Er annars komin með miðana á árshátíðina í hendurnar. Mikið hlakka ég til.

Babkúss

Fleww blahh blubberíblobb er eitthvað sem gæti hugsanlega lýst líðan minni núna. Einhver hefur í skjóli nætur rænt heilanum mínum og það er ekki nógu hentugt þegar maður er ekki ljóshærður.Annars er Jóhann farinn til Húsavíkur með pabba sínum, svo að það eru djöst us gals fram að föstudegi en þá fara stelpurnar líka þangað. Skúli er hetja, því verður ekki stolið af honum.

Snjór og meiri snjór

Kominn vetur aftur. Get ekki sagt að það kæti mig neitt voðalega. Finnst fátt leiðinlegra en að vakna snemma að morgni og skafa snjó og klaka af rassatinum.Júlli á leiðinni til Akureyrar. Gisti hér í nótt en tekur svo soninn yfir til Húsavíkur. Kemur svo aftur á föstudaginn og tekur dæturnar. Mikil spenna í liðinu. Verður samt skrítið að vera ein í kotinu yfir helgina.Gáta dagsins:Hvað eru mörg R í því?Viðauki og jafnvel önnur gáta:

Hversu steiktur er maður orðinn þegar maður heldur tólinu á símanum upp að eyranu án þess að ætla að hringja eða vera að tala við neinn, í heilar 5 mínútur áður en maður fattar það?Ég kenni námsefni síðustu daga um.


Beautiful people

Hér eru ég, Sæunn Spears og Skúli Timberlake í góðu geymi í boði Glitnis. Verður bara að segjast eins og er að ég sakna þess að heyra ekki í ykkur strigakjaftast yfir verkefnagerð. Þessu er að sjálfsögðu stolið af síðunni hjá Reka og ég skammast mín bara ekki neitt fyrir það.

Árshátíð HA

Verður haldin um næstu helgi. Þá er planið að tjútta af sér rassinn. Ég er þegar búin að bjóða Sollu að vera herrann minn. Veislustjóri verður ekki ómerkari maður en Zygmarr ofurbloggari. Páll Óskar ætlar svo að sjá til þess að maður dansi örugglega af sér rassinn eftir miðnætti.Var annars voða róleg í gærkvöldi og sat bara heima hjá Sæunni veiku. Fór svo um klukkan 11 í morgun upp í skóla í verkefnavinnslu og sat þar til tæplega átta en þá þurftu Sæunn og Skúli að yfirgefa norðurlandið. Verkefnið ekki ennþá klárað, skil á miðnætti annað kvöld. Engin pressa nei nei.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband