Andlaus

Hef ekkert að segja og þá er víst bara ágætt að þegja en mér dettur það ekki í hug.Ligg í þessum pikkuðu orðum við hliðina á hrínandi syni mínum. Hann náði að sofna í 10 mínútur og vaknaði eiturbrjálaður eins og alltaf þegar hann sofnar á miðjum degi. Hann hefur núna gólað non stop í klukkutíma og ég er alveg við það að verða pirruð á honum. Merkilegt hvað barnið er dragúldið eftir svefn.Var að ljúka við próf í rekstrarstjórnum sem gekk bara vel. Þarf pínlega mikið á hjálp að halda í tölfræðinni. Ég kann rétt svo að reikna út mean og median og þá er kunnáttu minni eiginlega bara lokið. Spurning um að prófa að setja upp neyðarkall á korkinn upp í skóla.Búin að sitja við próflestur frá því um 9 í morgun og því ætla ég bara snemma í háttinn í kvöld. Kominn tími til þess að snúa við sólarhringnum hvort sem er.Boj hvað þetta er eitthvað úldið innlegg, er eitthvað voða döpur í dag.

Sunnudagur þunni sunnudagur

Fór út að borða í gærkvöldi með fríðum hópi kvenna á veitingastaðnum Geysi dántán Reykjavík. Fríði hópurinn var þrælskemmtilegur og skemmti ég mér konunglega. Hinsvegar er gamanið búið núna og ég ligg hér heima hjá Sæunni með laptop í fangi og er að læra fyrir rekstrarstjórnunarpróf. Komst að því í gær að ég á aðra kærustu. Já Solla mín ég er greinilega ekki við eina fjölina felld því Sæunn er víst líka kærasta mín. Mikið er ég heppin. Þætti samt gaman að vita hvenær nákvæmlega ég á að hafa komið út úr skápnum??Back to the books

Þunn

Blogga betur síðar.

Sóóódómaaaaaaa aaaaa aaaaaaaaaaaaaaaaaaaa

Verð komin í ómenninguna á suðvesturhorninu um klukkan hálf sex. Þar mun einkabílstjórinn minn aka Sæunn bíða mín á flugvellinum. Síðar um kvöldið munu ðe gals fá sér að borða á eðalháklassaveitingastað í hjarta borgarinnar. Eftir það verður haldið út á lífið og óboj hvað ég hlakka til.Svo er planið að við Sæunn lærum saman fram eftir degi , fyrir rekstrarsjórnunarpróf, áður en að ég held norður á bóginn aftur.Þar til síða..

Þegar svæfa skal örverpið

Ég: Jæja litli farðu nú að sofa, á morgun er nammidagur.Hann: Já jeij é ætla fá kess og tyggjó, rauðan kess og rauðan tyggjó, nei rauðan kess og bláan tyggjó. É viliggi kúkanammi, hann er ógéslett.Ég: Já já rautt kex og blátt tyggjó og ekkert kúkanammi.Hann: Bánsadeildinn er bestur í heiminum, é líga en ekki Ílis.Ég: Ussss farðu að sofa strumpur það er komin nótt.Hann: É þysstur, viltu sækja vatn spædeman glasið?Ég: Nei þú varst að drekka rétt áðan, farðu að sofa.Hann: Mamma, mamma, mammmmma, maaaammmmmma mig langar svo í hlútumall (þýðing óskast takk).Ég: Usssss góða nótt!Hann: *fruuussssssss* og *pruuuullllllllllllllllllllllllllllll*

Skemmtilegt en illa lyktandi

Ein dóttir mín fékk að sofa upp í hjá mér á meðan Júlli var í heimsókn hjá okkur. Það var svo sem hið besta mál nema ég varð vör við ansi undarlega svefnhegðun af hennar hálfu eina nóttina.Þegar ég var alveg við það að festa svefn glumdi við hávær fretur svo að glumdi í litla kroppnum. Svo sem ekkert merkilegt, það prumpa allir í svefni og ekkert sem að maður getur gert við því, en hinsvegar þá fór krakkinn að skammast í einhverjum strax eftir vindlosunina. Svona gekk þetta alla nóttina, krakkinn leysti vind og fór svo að rífast með tilheyrandi fálmi út í loftið. Veit ekki alveg afhverju hún var að rífast en ég hef nokkrar áhyggjur af því að þessi hegðun hafi gengið í arf frá mér og hugsanlega gæti verið að ég sé svona líka? Það er eins gott að maður fari ekki að draga með sér einhvern gaur til næturskemmtunar fyrr en að þetta mál hefur verið kannað til hins ítrasta.Í dag er snjór á Akureyri. Á morgun verð ég í höfuðborginni.Á sunnudag fæ ég Ipod í hendurnar og fer svo heim.

Skyndiákvörðun

Mun heiðra höfuðborgarbúa með nærveru minni á laugardag fram á sunnudag. Krökkunum hefur verið troðið í vist heima hjá Írisi mágkonu *smútsj íris*.Eins gott að losa sig við þennan hósta asap!

Hressari

Og komin í svingandi lærdómsstuð. Guð blessi sólina og bjarta morgna.

Bernskubrek

Einu sinni fyrir langa löngu var lítil stelpuskjáta er Guðbjörg hét. Guðbjörg þessi hefur verið um 3ja ára gömul þegar þessi saga gerist. Kvöld eitt í Vík Hólma í sýslu Stranda fór húsmóðirin á heimilinu til vinnu og hugðist dvelja þar næturlangt. Húsbóndanum var falið það verkefni að baða einkadótturina og koma henni svo í háttinn. Húsmóðirinn yfirgaf heimilið með þeim orðum að húsbóndinn ætti að passa vel upp á að einkadóttirin drykki ekki baðvatnið. Að sjálfsögðu sagðist húsbóndinn passa það. Einkadótturinni var skellt í bað, þar sem að hún undi hag sínum einstaklega vel. Faðir hennar þurfti að erindast eitthvað frami á meðan stelpurassinn svamlaði um í volgu vatninu. Að sjálfsögðu hafði það ekki farið fram hjá athugulum eyrum einkadótturinnar hvað móðir hennar hafði sagt og því passaði hún sig á því að drekka eins mikið baðvatn og hún mögulega gat í hvert einasta skipti sem að faðir hennar skrapp fram. Þegar kallinn kíkti inn til hennar setti hún upp sætasta og saklausasta brosið sem hægt var að framkalla og þóttist vera upptekin af því að vera að gera eitthvað allt annað en að drekka hið forboðna baðvatn.Leið og beið og loksins var einkadótturinni vippað upp úr baðinu. Faðirinn vildi vera góður við litlu stelpuna sína og leyfði henni að kúra upp í hjá sér um nóttina. Sváfu þau vært alveg þar til að allt baðvatnið skilaði sér í hjónarúmið þannig að út úr flaut.Vildi bara deila með ykkur einni af minni fyrstu minningu.

Þriðjudagur til þrautar

Og ennþá ligg ég.Júlíus er búinn að vera hérna hjá okkur síðan á sunnudag og kemst ekki fet heim til sín þar sem að það er víst snarbrjálklikk veður fyrir vestan. Hér er bara rigning sem er fínt. Krakkarnir að sjálfsögðu rífandi hamingjusamir með með veðurteppuna.Annars er nákvæmlega ekkert að frétta nema hóst og surghljóð úr lungum sem biðja alveg innilega að heilsa ykkur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband