Fjúfff

Verð lögð inn í dag og óneitanlega fara um mann ónotahugsanir. Ég gæti t.d. vaknað upp með hökutopp.
Eníhú þá er ég búin að byrgja mig upp af væmnum ástarsögum sem og æsispennandi rauna- og hetjusögum úr síðari heimstyrjöldinni. Búin að raða bókunum á náttborðið, leggja heimasímann þar líka, passa upp á að hafa helstu nauðsynjar í seilingarfjarlægð. Líka búin að setja skyndibitastaði og Gerði í súperspeeddial. Jöbb ég held ég sé nokkuð gúdd tú gó.
Á morgun á sama tíma ætti ný og endurbætt ég að vera nývöknuð. Wish me luck!

Sjómannadagur í dag

Humarsúpan með sjávarfanginu var dýrðleg. Súpukjetsbitinn var mjög góður. Heita eplakakan með vanilluísnum og rabbabarasósunni var vibbi.is
Kvöldið var samt fremur grútleiðinlegt vegna ölvunar (nei ekki ég) og var ég því komin heim um miðnætti. Fínasta fínt að vera laus við iðnaðarmennina í höfðinu.
Blóðprufa og morgun og svo verð ég lögð inn á þriðjudaginn. Börnin eru á leið í útlegð upp í sveit til mömmu og pabba. 11 heimalningar í ár og móðir mín elskuleg getur vel notað þær aukahendur sem gefast þegar afkvæmi mín renna í hlað. Þannig að ég sé fram á um 1-2 vikna barnleysi, þó svo að gelgjan mín muni nú vera hér heima til að stunda sína vinnu og hafa ofan fyrir mömmu gömlu á sjúkrabeði. Boj hvað það á eftir að vera skrítið að hafa ekki gormana hérna.
Búið að plana feitt kerlingarkvöld með Gerði minni í barnleysinu. The Gods must be crazy eru á vídjólistanum sem og aðrar gæða gamanmyndir frá níunda áratugnum. Verst að ég á ekki Korsíkubræður í fullri lengd.

Út að borða

Á sunnudaginn er sjómannadagurinn. Og af því að ég er sambýliskona sjómanns, þá fæ ég ókeypis út að borða ásamt mínum ektamaka og hans skipsfélögum annað kvöld. Að vísu verða allir sem starfa hjá útgerðinni þarna líka. Ég er eiginlega ekki alveg klár á því afhverju maður er að fara þetta ár eftir ár eftir ár.
Kvöldið er yfirleitt á þennan veg...
Skipsáhöfn mætir til skipstjóra í léttar veitingar og söngvatn (sem er bara gaman). Eftir 2 tíma eða svo er haldið niður á hótel þar sem áhafnir annarra skipa eru að mæta, ásamt útgerðastjórum og öðrum flottum köllum. Flestir eru farnir að verða pínu slompaðir þegar hér er komið við sögu.
Forréttur er borin fram og auðvitað klárast brauðið með súpunni á hraða ljósins. Einhverjir láta í ljós ánægu sína en yfirleitt eru nöldurraddir aðeins hærri. Svo er hinn hefðbundni súpukjétsbiti borinn fram sem aðalréttur með kartöflu og einhverskonar grænmeti. Það klikkar ekki að ég fæ yfirleitt feitasta bitann og ég hata bragðið af lambafitu.
Hinn árlegi nöldurkór magnast og ekki að ástæðulausu. Fjöldaeldaður súpukjetsbiti er yfirleitt ekki góður. Loks er eftirrétturinn borinn fram en þá eru margir orðnir það fullir að þeir eru löngu farnir frá borðum og eru að kjafta frammi þar sem má reykja og eftirrétturinn því ekki étinn. Það er reyndar mjög hentugt fyrir sársvöngu mig, því ekki varð ég södd af súpukjétinu því 75% af því var fita.
Engin skemmtiatriði eru í boði og engar langar ræður (thank god). Hinsvegar er töluverður skiparígur en sem betur fer engin slágsmál fyrr en miklu miklu síðar og þá oftast á balli og ekki vegna skiparígs.
Gavöð hvað ég hlakka til að fara í siglingu klukkna 10 í fyrramálið ;o)

Frumburðurinn

Nokkuð vel heppnað eintak þó ég segi sjálf frá.

06.06.06

Í dag á Bubbi afmæli og verður 50 ára.
Í dag byrjaði dóttir mín í unglingavinnunni.
Í dag flutti systir mín til Sverige og skildi okkur hin eftir með tár á kinn.
Í dag er ég rúmliggjandi með hausinn fullan af kvefi.
Í dag var ég að henda 50 kg af afgöngum úr veislunni.
Í dag er líka heimsendir.

Úr mér allur vindur

Ferming afstaðin og sönnun þess er að finna í myndaalbúminu hér til hliðar. Á mat fram að næstu fermingu sem er eftir 3 ár, svo miklir eru afgangarnir. Misreiknaði þetta smá ;-Þ
Bless, Sadda Bumbuskvabb

Góðir hálsar

Á morgun klukkan 14:00 mun dóttir mín verða fullorðin, eða svo segja þeir. Ferming á morgun og ég er á kafi í eldamennsku og bakstri. Ættingjar farnir að detta inn í hús einn af öðrum og allir leggja hönd á plóg. Hvernig stendur á því að ég, aðeins 23 ára gömul eigi barn sem er að fara að fermast?!? Ég bara skiliddiggi.
Eníhú, þýðir ekkert droll! Elda meira og baka meira. Ohh ég vildi ég væri mjólurkýr, rjómi er svo dýr!
Svo átti betri helmingurinn afmæli í gær en vegna anna gat ég ekki sinnt honum sem skildi, svo að í dag ætla ég að fara með hann út að borða oggu ponsu og kannski gefa honum smá pakka.

Ljóð

Gamli Nói, gamli Nói
Er að poppa popp
Hann kann ekki að poppa
lætur poppið skoppa
Gamli Nói, gamli Nói
er að poppa popp
höf. ókunnur

$#%#$"$

Fór á skrallið á laugardagskvöldið í allt og stuttu pilsi og drakk nokkuð mikið af söngvatni. Afleiðingin er hálsbólga, beinverkir og kvef. Æðisleg tímasetning þar fermingin er á sunnudaginn. Sem betur fer er Julio mættur á svæðið og skal honum þrælað út.
P.s. Takk Dóra og Gunna Sigga fyrir ferlega skemmtilegt kvöld ;o)

Að tjalda til einnar nætur

Vinkonu minni varð litið út um eldhúsgluggann sinn í hádeginu í dag. Út í garðinum hennar lá maður með eitthvað bákn yfir höfðinu. Og þar sem vinkona mín er góðhjörtuð kona þá ákvað hún að athuga hvort að maðurinn væri lífs eða liðinn.
Hún nálgaðist hann ofurvarlega og kallaði "Halló, ertu nokkuð dauður?"
Engin hreyfing svo að hún ýti við honum með tánnum og kallaði ívið hærra "Halló! Ertu nokkuð dauður?!?"
Mannræfillinn haggaðist ekki. Vinkona mín ákvað að lyfta bákninu af höfði mannsins og uppgötvaði að báknið var var hluti af innihurð. Hún kallaði "Góðan daginn! Nú er klukkan orðin 12 og djammið búið"
Maðurinn sem til allrar guðslukku var bara brennivínsdauður, leit í kringum sig ruglaður á svip. Hann skrönglaðist á lappir og rúllaði sér á ókunnan áfangastað, vel við skál og sagði aldrei eitt orð við góðhjörtuðu vinkonu mína.
Sú spurning er mér efst í huga. Hver fer inn í garð hjá fólki í skjóli nætur með innihurð undir hendinni, legst niður á bakið á grýtta þúfu, setur hurðina yfir andlitið á sér og fer að sofa????????

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband