Afmæli afmæli

Til hamingju með 24 ára afmælið elsku litla systir mín. Vona að þú eigir góðan dag. Sakna þín alveg óhemju mikið.


Bíbí og blaka

Note to self: Þórhildur systir á afmæli á morgun, EKKI gleyma því!
Eiga smáfuglar ekki að sofa á nóttunni?!? Þessir sem eiga heima í garðinum mínum eru heldur mikið partíglaðir fyrir minn smekk. Það var sungið hástöfum í alla nótt. Þríraddaður þrastakór hélt uppi stuðinu og skemmti sér vel. Ég lá upp í rúmi og var búin að setja sæng og kodda yfir höfuðið en ekkert dugði. Á endanu stormaði ég niður, opnaði gluggann fyrir kettina og henti þeim út, í von um að þeir myndu redda þessu. Var ekki fyrr búin að ýta kattarassi númer 2 út fyrr en kattarass nr 1 ruddist inn aftur. Ástæðan? Júbb grasið í garðinum er óslegið ennþá og var þungt af dögg.

Annars allt í orden hér upp í hlíð. Fór í grillveislu til Jónu vinkonu á laugardaginn sem var bara notalegt. Ætla að skella mér alein og skilja Júlla eftir, til Hólmavíkur á næstu dögum. Sækja þessi börn sem ég er farin að sakna meira en hollt er, og eins skella mér á Hamingjudaga hátíðina. Búin að lofa dætrum að drullumalla heilu brúðarterturnar sem og veiða nokkur hornsíli.


Ein ég sit og sauma

Æðislegt veður í dag og ég er ofsalega einmanna. Sit hér ein og er búin að malla nóg í sólinni í dag. Unglingurinn einhverstaðar á flandri. Mikið er nú skrítið að vera svona alein með sjálfri sér þegar maður er vanur að hafa fjögur spræk afkvæmi í kringum sig alla daga og alltaf.
Er í gífurlegri sjálfsvorkunn þar sem allir eru að gera eitthvað annað og nenna ekki að tala við mig búhú! Meira að segja kettirnir eru einhverstaðar í burtu búhú! Ég er alveg aaaaalein búhúhúhú!

JAHÚ!

Ég má fara í sturtu, loksins! Saumarnir voru plokkaðir úr mér í morgun og ég má bara fara gera allt það helsta. Er samt ennþá smá aum og bólgin, en ekkert alvarlegt. Mátti ekki tæpara standa því ég er farin að lykta eins og sambland af kæstum hákarli og rotþró fyrir garðaúrgang. Þvottapoki er bara ekki nógu öflug græja á kroppinn minn.
Er farin að sakna krakkagormana heldur mikið, en ennþá er rúm vika í það að ég fái að sjá þau. Þau blómstra svoleiðis upp í sveit hjá ömmu og afa og það er sko nóg að gera hjá þeim. Virkilega skrítið að vera bara ein heima með unglingnum og heyra ekki argaþrasið í hinum þrem. Ohhh ég sakna argaþrass.

Lax lax lax og aftur lax

Já eða bara bleikja. Var tjáð það af móður minni að við systkinin og aðrir fjölskyldumeðlimir fáum úthlutað dögunum 9. og 10. ágúst í ánni heima. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég með skelfilega veiðidellu og ef ég mætti ráða þá myndi ég eyða öllu sumrinu við árbakka. Finnst ekkert síðra að veiða ánamaðka til að nota sem beitu og eyði drjúgum tíma í það líka.
9. og 10. ágúst verða samt ljúfsárir því þetta mun vera í síðasta sinn sem við systkinin fáum tækifæri til að veiða heima því það á að leigja ánna út á næsta ári. Ef ég ætti nokkra milljónkalla þá myndi ég svo sannarlega spreða þeim í þá leigu og sitja svo alein á árbakkanum næstu árin með sigurglott á vör.

19. júní, kvenréttindi og Bjarki

Hann Bjarki minn elskulegi, betri helmingu systur minnar sem rændi henni frá okkur til Svíþjóðar á afmæli í dag. Til hamingju Bjarki litli.

Afmælisbarnið í góðum gír.
Í dag er líka kvenréttindadagurinn og vil ég óska kynsystrum mínum sem og Þórði og Steina, innilega til hamingju með hann.
Lífið er ósköp rólegt þessa dagana. 3 yngstu börnin eru í sveitinni hjá mömmu og pabba og hafa varla tíma til að stoppa og tala við mömmu sína í símann, svo mikið er um að vera. Ég og frumburðurinn erum því einar heima mest allan tímann. Frumburðurinn mun svo fara út fyrir landssteinanna í júlí með pabba sínum. Stefnan er tekin á 2 vikur í London, 2 vikur í Kanada og svo 2 vikur á Jamaica.
Til hamingju aftur með afmæli Bjarki minn


Stórlega móðguð

Um að engin deili með mér aðdáun minni á Engelbert Humperdink! Hvernig er ekki hægt að dást að manni með svo tignarlegt nafn?!?
Mér leiðist, skemmtið mér

Musical orgasm


Varð bara að herma eftir Maríu bókaormi. Hún var eitthvað að tjá sig um sína tónlistarlegu fullnægingu svo að ég varð að láta mína.
Engelbert Humperdink er bara hot!

Lýsi til sölu kostar eina tölu

Og þá á ég við lýsið sem lekur úr hárinu á mér. Það hefur ekki verið þvegið síðan á þriðjudegi og er orðið ansi mettað. Næ að þvo restina af kroppnum með þvottapokka en það er ekki séns í helvíti að ég geti þvegið hnausþykka hrosshárið mitt með svoleiðis aðferðum. Get ekki beygt mig yfir baðkarsbrúnina due to saumar.is og má hvorki fara í sturtu né bað. Verð að vísu liðugri með hverjum deginum svo að ég sé fram á hárþvott á næstu dögum. Spurning um að tappa hárlýsinu á flöskur og selja sem heilsudrykk eða jafnvel afrodisiac. Gæti stórgrætt á því.

Hóm svít hóm

Komin heim og allt gekk vel.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband