8.7.2006 | 11:29
Ódæðisverk á Urðarveginum
Eftir að verksumerki höfðu verið ljósmynduð og skráð í tilheyrandi möppu var hafist handa að þrífa upp fjaðrirnar. Gólfið undir fjöðrunum var blóði drifið og þóttist heimilisfólk þá vita að ekki væri allt með felldu.
Grunur beindist strax að Kára heimilisketti sem sat makindalega út í hornu, sleikti út um og smjattaði. Kári neitaði allri sök en neitaði að láta lygamæla sig. Engar frekar sannanir fundust og sá heimilisfólk sig knúið til að láta málið falla niður.
En eins og oft þegar allar leiðir virðast lokaðar og ekkert virðist hægt að gera þá kom ný vísbendind fram. Kári hafði sést út í garði með fuglsunga í kjafti og því var ákveðið að efla leitina að fuglslíkum í um 10 metra radíus frá fiðurtætingnum. Sú leit bar árangur nokkrum klukkutímum síðar er heimilisfólkið fann hálfan skógarþröst undir tölvuborðinu.
Þjarmað var að Kára ketti og brotnaði hann saman og játaði allt. Hann játaði að hafa stundað fuglafjöldamorð af miklu kappi síðustu vikurnar og viðurkenndi að fuglslíkin í garðinum væri í raun hans sök en ekki vegna fuglaflensu eins og hann hafði reynt að láta virðast.
Kári köttur var sakfelldur og er kominn í stofufangelsi, en fær þó að fara út í taum undir ströngu eftirliti.
Málið telst að fullu upplýst.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2006 | 15:13
Pirringur!
Út vil ek!!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2006 | 10:57
Blessuð sé minning hans
Palli ég hugsa til þín!!
Í dag er sól en samt ekki mikil blíða, í dag er líka einhver undarlegur léttir yfir mér.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2006 | 16:25
Dagurinn í dag
Örverpus er orðinn útveikur og má ekki hugsa til þess að fara inn fyrir húsins dyr og heimtar að fara út að labba á sömu sekúndu og hann vaknar. Því eyddi ég deginum í það að þóknast honum eftir bestu getu. Ekki seinna vænna að kenna stráknum að konur séu fæddar á þessa jörð til að þóknast karlmönnum. Við stöldruðum við niður í bæ þar sem sterkustu menn veraldar voru saman komnir til að heyja hina heimsfrægu keppni Vestfjarðavíkinginn. Við fórum og keyptum kringlur, við fórum og kíktum í dýrabúðina og við spörkuðum í fótbolta út í garði.
Plan kvöldsins er ekki komið á blað ennþá en ég býst fastlega við því að það innihaldi sjónvarpsgláp og kvöldmatargerð.
Viktoría ég hlýddi og setti inn nýja skoðanakönnun
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2006 | 10:44
Er gifting framundan?
Aldrei að vita og því þarf ég ykkar hjálp!
Hvað styttu á ég að velja ofan á kökuna?
1
2
3
4
Hvað er svona mest ég?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2006 | 21:46
Komin heim í heiðarfjörðinn
Geitin bragðaðist vel en var svo óvart svín. Naut sveitaloftsins og kleif "fjöll" og naut útiverunnar á ýmsa vegu.
Keyrði svo heim í dag sem er ekki frásögu færandi, nema það að ég lenti fyrir aftan hjólhýsi dauðans. Neyddist til að keyra á 40 -60 km/klst í ca 20 mínútur þar sem sauðurinn með hjólhýsið í eftirdragi var með engar framlengingar á speglunum og sá mig því ekki. Siðprúða ég var næstum búin að lyfta fingri þegar ég loksins komst fram úr, en náði að hemja mig í tæka tíð.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2006 | 19:02
Sælinú
Later dudes
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2006 | 23:54
Drekktu betur
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2006 | 15:00
Þabbarasona
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2006 | 20:56
28. júní 2006 ennþá
Afrekaði líka að slá garðinn í dag. Mikið afskaplega var gott að gera eitthvað sem tók á. Búin að vera sófaklessa í tæpar 3 vikur og held svei mér þá að ég hafi ekki haft gott af því. Fífla og njólaræktin mín gaf góða uppskeru og er ég einstaklega stolt af henni. Hugsa að um 1/4 af garðinum mínum sé undirlagur af þessum ófögnuði. Þarf að taka vistvæna illgresiseyðingu á þetta eins fljót og mögulegt er.
Annars ósköp tíðindarlítill dagur. Tel niður dagana þar til ég hitti ungana mína og hlakka mikið til föstudagskvöldsins. Ætla að grilla í tilefni þess hún Sylvía Selfoss mær ættuð frá Þingeyri ætlar að heiðra oss með nærveru sinni. Ég, Gerður og Sylvía + matur og drykkur = frábært kvöld.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)