28.8.2006 | 09:10
Morgunblogg
Gerður mín kemur loksins heim á klaka um næstu helgi og í tilefni af því (og reyndar líka af því að ég þarf að fara á stærðfræðinámskeið) ætla ég að keyra suður á bóginn í fína Rassatinum mínum. Þar mun ég gera lokatilraun til að fá hana til að flytja með mér til höfuðstaðs norðurlands. Ef það virkar ekki þá verð ég bara að kveðja hana með táraflóði og vonast til að verði ekki það aðframkomin af söknuði að ég geti ekki einbeitt mér að náminu.
Stökkmýsnar Þórarinn og Ágúst eru sóðar. Búrið þeirra er svo sem ofsalega snyrtilegt og fínt. En í kringum það, svona ca meter í radíus, er allt útbíað í sagi og subberíi. Þórarinn tapaði þar að auki helmingnum af skottinu sínu í fjarveru minni og er ægilega lítill í sér yfir því (enda agalegt að tapa helmingnum af karlmennskutákni sínu). Hvernig það gerðist er ekki alveg vitað. Langar einhverjum í gráa stökkmús með hálft skott og rauð augu?
Að lokum, mér finnst leiðinlegt að pakka niður og flytja!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2006 | 19:47
Útkeyrð
Stalkerinn minn er búin að komast að því að ég er að flytja á hennar svæði. Vakti mig með yndislegu símtali klukkan 00:35 á aðfararnótt laugardags með sínum venjulegum svívirðingum sem hafa á mér dunið síðustu 5 árin. Ætla ekki að láta þessa konu buga mig, held bara áfram að safna svívirðingum í fínu fínu möppuna niður á löggustöð. Æ vill sörvæv.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2006 | 13:16
Hangs í tíma
Þarf svo að keyra heim til Ísafjarðar í fyrrmálið og hlakka ekkert til.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2006 | 19:22
Brynju ís
Nokkru síðar vorum við komnar með ís í hönd og ákváðum að tilla okkur á bekk sem var þarna við búðina. Hlupum æpandi í burtu þar sem geitungum finnst Brynjuís greinilega einstaklega góður.
Ákváðum að öruggara væri að borða bara ísinn í bílnum. En þar sem okkur var afskaplega heitt þá hafði ég hurðina opna. Auðvitað kom geitungur Jónsson undir eins og gerði sér lítið fyrir og tróð sér inn í bílinn. Við Sæunn hentumst út á leifturhraða, vælandi eins og kellingum er einum lagið. Í látunum lenti ísinn minn í götunni en herra geitungur sat sem fastast inn í bíl.
Nú voru góð ráð dýr. Sæunn átti að mæta upp í skóla eftir klukkutíma og við vorum ekkert vissar um hvort að kvikindið yrði farið nógu tímanlega. Hægt og rólega fikraði hetjan ég, mig að bílnum og aðgætti hvar flugudruslan væri niðurkomin. Sá ekki tangur né tendur af röndótta rassinum en þorði engu að síður ekki að setjast inn í bíl. Við vorum handvissar um að óvætturinn myndi fljúga upp um leið og við værum komnar út í umferð og það hefði geta farið illa þar sem Sæunn var viss um að hún myndi stökkva út á ferð og ég var viss um að ég myndi snarnegla niður á punktinum og hlaupa út.
Á endanum tókum við samt sénsinn og ókum á leifturhraða í gegnum bæinn og heim til Palla bróður. Ekkert bólaði á geitungnum en ég er samt sannfærð um að hann er ennþá inn í bílnum og muni fljúga upp þegar ég á síst von á því.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2006 | 18:32
Ekki lengur heimilislaus
Vaknaði klukkan 6 í morgun, dröslaðist út á flugvöll klukkan 7 og flaug þaðan með henni Sæunni alla leið til Agureyris þar sem á móti mér tók minn unaðsfagri VW Rassat. Eftir að við höfðum verslað okkur pínu lítið skóladót renndum við upp í háskóla og gengum stoltar inn. Vorum reyndar reknar út aftur þar sem við vorum í rangri byggingu. Svo var setið á hörðum stól, sem lét rassinn svitna það vel að maður leit út fyrir að vera pissublautur, næstu klukkutímana og námsefni annarinnar kynnt. Um klukkan 17:00 var ég farin að draga ýsur og hætt að heyra hvað blessaður aðjúnktinn var að tala um. En sem betur fer var okkur hleypt heim stuttu síðar því ekki hefði það nú verið gæfulegt að sofna á fyrsta degi í háskólanum.
Bruna heim á Ísafjörð á Sunnudag og fer beint í að klára að pakka. Svo er brunað aftur á suðvesturhornið þann 31. ágúst og glímt við smá stærðfræði í 2 daga áður en ég bruna norður í Strandasýslu til að sækja börnin og þaðan heim til Akureyrar.
Púffff nú vantar mig star trek bímíng tækni.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2006 | 09:36
Húbbahúlle
Eyddi deginum í gær í að súpa kakó með Sæunni, hitta Rannveigu í vinnunni hennar, kíkja á Finnu frænku í slorið í Hafnarfirðinum, búðarápast með Viktoríu og svo loks fara á Austur-Indíafjelagið og borða hrikalega góðan mat. Slöppuðum svo af í salalauginni fram til klukkan hálf ellefu um kvöldið.
Á morgun er svo ræs klukkan allt of snemma því að það er mæting í flug klukkan 7:00.
Polly-Gunna! Hvað á það að þýða að vera í fríi þegar ég kem að heimsækja þig í vinnuna?!?
Over and out, Stresshildur O. Sörensen
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 18:26
Bæjarferð ójá
Nýjir heimilismeðlimir hafa bæst í hópinn. Stökkmýsnar Ágúst Óskar og Þórarinn horfa ögrandi framan í Kára og Fóu ketti og ulla feitt. Held að Kári sé að reyna að drekkja þeim í slefi.
Stressköggullinn stækkar í maganum á mér enda ekki nema rétt rúm vika í flutninga og margt eftir að gera. Er samt full af eftirvæntingu og framtíðin er nokkuð björt.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2006 | 16:21
Timburmenn.is
Andrea komin heim og mamma komin og farin aftur. Hér eru pappakassar út um allt hús og flestir eru reyndar orðnir fullir. Fer að vinna í fyrramálið en svo er það höfuðborg Íslands á þriðjudagsmorgun og því næst höfuðstaður norðurlands. Útréttingar smútréttingar og allt á smilljón.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2006 | 17:27
Skvett úr klaufum
Þar til síðar.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2006 | 19:46
Ég er ástfangin
Svo kemur hún Andrea mín loksins loksins heim til Íslands í kvöld. Merkilegt hvað ég er búin að sakna þess mikið að láta minna mig á hvað ég sé púkó, fávís og almennt ofsalega hallærisleg og til skammar á almannafæri. Á morgun flýgur Drési minn svo heim í móðurhús og þá verður gaman. Mútta kemur líka á morgun og æltar að aðstoða mig við hraðpakkið.
En aftur að ástinni. Var stödd í afleysingarvinnu minni í dýrabúð Ísafjarðar þegar inn labbar ungur maður. Í fanginum á þessum unga manni var 10 vikna Rottweiler hvolpur. Ég féll kylliflöt fyrir þessu rassgati og ætla að berjast fyrir hjónabandi á milli manna og hunda. Ástin er yndisleg.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)