hobbsasí á sængurkantinum

Eða ekki þar sem ég á ekki rúm. Þangað til verð ég bara að hoppa og fara í heljarstökk á ferlega fínu vindsænginni minni.
Er annars á leið í tíma núna klukkan fimm, fæ að vera fjarnemi í aðferðarfræði í einn tíma og svo er mér hent inn í staðnámið án miskunar.
Að öðru leiti gengur allt sem smurt. Stelpurnar smella eins og flís við rass inn í skólann og eru þegar búnar að safna í kringum sig stórum vinahópi allar þrjár. Jóhann byrjaði í leikskólanum í morgun og fannt bara gaman.
Ég er búin að ákveða að láta langþráðan draum rætast næsta sumar og skella mér í hestaferð um hálendið. Hver vill koma með mér?
Best að kaupa sér tunnu og smella á stofugólfið og sitja svo klofvega á henni fyrir framan imbann til að æfa sig fyrir herlegheitinn. Svo þarf maður líka að safna syggi á afturendann.

Búin með alla orku

Og held ég sé að leggjast í flensu. Náði þó að koma búslóðinni á nýja heimilið áður en það varð system shutdown.
Of þreytt til að blogga, og þreytt til að horfa á Magna, of þreytt til að muna hvað ég heiti svo að núna býð ég bara góða nótt og lofa að vera skemmtilegri næst.

Ekki heimilislaus lengur part II

Var að enda við að landa annarri íbúð og í þetta sinn er það langtímaleiga. Íbúðin er stærri og hentar því betur og svo er hún líka nær skólanum hjá stelpunum, nær leikskólanum hjá stubb og nær Palla bróður og hans liði.
Búslóðin er að skrölta hingað í þessum pikkuðu orðum og verður væntanlega komin seinni partinn.
Vonandi get ég flutt inn um helgina, ég höndla illa rótleysi.

Pólskt hössl

Ég fékk að finna smjörþefin af því um helgina hvernig hinn almenni pólski karlmaður fer að því að komast í brækur kvenkynsins. Skellti mér á kaffihús í Hafnarfjarðarbæ með henni Finnu frænku minni. Þar hittum við vini hennar og vinnufélaga Steve og Buster hinu bresku. Steve og Buster hinir bresku voru að skeggræða við einhverja pólska drengstaula. Ég settist í sæti sem var í nálægð við einn pólska drengstaulann. Ég heyrði ískur í stól sem er færður til 10 sekúndum eftir að ég settist, 8 sekúndum síðar fann ég andardrátt á öxlinni minni, 5 sekúndum síðar var hönd komin á lærið á mér, 2 sekúndum síðar var hún á hraðferð upp undir pilsið mitt í átt að mínu allra heilagasta, 0,5 sekúndum síðar var ég búin að koma mér á lappir og setjast eins langt í burtu frá pólverjanum fjölþreifna eins og mögulegt var.
30 sekúndum eftir að ég færði mig var pólverjasauðurinn farinn að mæna á frænku mína með ástaraugum án árangurs þó.

Alveg merkilegt!

Um leið og ég fer að leigja íbúðir sem eru á sölu þá seljast þær undir eins. Ég er sem sagt orðin heimilislaus þar sem íbúðin sem ég ætlaði að fara að leigja var bara að seljast NÚNA. Þá er best að fara að leita sér að annarri og vonandi næ ég nú íbúð sem er ekki á sölu.

Halló Akureyri

Mætt á svæðið nú þarf búslóðin bara að koma sér hingað. Búin að redda mér heimasíma og interneti, vantar bara tölvuna og símtækið. Búin að keyra eitthvað um 2000 km á síðustu 2 vikum og er búin að fá nóg af keyrslu út næsta árið.
Annars er hér blíða eins og alltaf á Akureyri.

Bless minn fagri Skutulsfjörður

Þá er komið að því. Er um það bil að fara að kippa tölvunni úr sambandi og henda henni út í bíl. Er nokkuð viss um að ég eigi eftir að fara að skæla þegar ég keyri fyrir Arnarnesið og Ísafjörður hverfur sjónum. Örvæntið eigi því ég mæti galvösk aftur næsta sumar. Ætla mér að taka þátt í Mýrarboltanum!
*skæl*

Sæt og fín og þungbrýnd.

Fór í klippingu í dag og lét sarga af hárinu sem fór alltaf fyrir andlitið mitt. Þvílíkur munur að sjá út. Um leið lét ég vaxa á mér augabrúnirnar og lita. Svo að nú sit ég hér með ofsalega fínt hár en ansi grimm til brúnanna. Raunar svo grimm að fólk hleypur í felur þegar það sér mig. Held að liturinn hafi verið aaaaaaaaaðeins of lengi í.
Er alveg að verða búin að pakka draslinu sem fylgir 4 ormum og mér og mikið er það nú ágætt. Í fyrramálið verður svo keyrt alla leið suður í Hafnarfjörð með viðkomu í Strandasýslunni þar sem ormum verður hent út í smalamennskur, og svo ætla ég líka að stoppa í Bifröst og sníkja kaffi af henni Sylvíu lögfræðinema.
Eftir helgi er ég svo hætt þessu flandri og þarf bara að bíða eftir því að búslóðin skili sér um miðja næstu viku.
Pé. Ess. Hver gaf leyfi fyrir því að láta snjóa í fjöll? Það er ennþá ágúst for kræíng át lád!

Gamla konan ég

Fór að sofa fyrir hálf níu í gærkvöldi. Það hefndi sín reyndar rækilega þar sem ég var vöknuð um klukkan fimm í morgun. Núna sit ég hér og stari á dót sem þarf að pakka í von um að það pakki sig sjálft.
Annars átti ég ofsalega skemmtilegt samtal við unglinginn minn hér í gærkvöldi sem ég læt fylgja með bloggi dagsins.
Við vorum að ræða hver ætti helst að fá sér herbergi á nýja heimilinu.
Hún: Sko ég verð að vera í sér herbergi því ég er unglingur. Ég: Já en hvað með mig? Hvað ef ég eignast kærasta? Hún: Uhhhhh vilja kallar nokkuð konur sem eiga svona mörg börn? Ég: Nei alls ekki, við erum annars flokks og engin lítur við okkur. Hún: Já ok, þú verður þá bara að fá þér fullt af köttum.

Fann Brand Ara í geymslunni

Ítalskur ferðamaður gisti á KFUM hóteli í London. Vegna tungumálaerfiðleika varð dvölin skemmri en til stóð og Ítalinn hvarf á braut í fússi. Þegar heim kom skrifaði hann hótelstjóranum í Londin eftirfarandi bréf:
The Manager
Y.M.C.A. - Hotel
London
Roma 28 sept. 1981
Dear Signore Direttore,
Noew I am tella you story wot I was a-treated at your hotella. I am a-comma froma Roma as a tourist to Londin and stay as a-young christian man at your hotella.
When I comma in my room I see there is no shit in my bed - how can I sleep with no shit in my bed? So I calla down to receptione and tella.
"I wanta shit".
They tella me:
"Go to toilet".
I say: "No,no I wanta shit in my bed".
They say: "You'd better not shit in your bed, you sonna-wa-bitch".
What is a sonna-wa-bitch?
I go down for breakfast into restorante. I order bacon and egga en two pissis of toast. I getta only one piss of toast. I tella waitress and point at touast: "I wanta piss". She tella me: "Go to toilet". I say:
"No, no I wanta piss on my plate". She then say to me: "You bloddy wella not piss on the plate, you sonna-wa-bitch".
That is the second person who do not even know me calla me "sonna-wa-bitch", and why is your staff replying "Go to toilet", is that a modern tella? I do not understand please tella me.
Later I go for dinner in your restorante. Spoon and knife is laid out but no fock. I tella waitress:
"I wanta fock". And she tella me:
"Sure, everyone wanta fock". I tella her:
"No , no you don't understand me, I wanta fock on the table". She tella me:
"So you sonna-wa-bitch wanta fock on the table? Get your ass out of here!"
How comma this christian hotell tella the guests in such bed manner?
So I go to receptione and ask for bill. I no wanta stay in this hotel no more. When I have paid the a-billa the portier say to me:
"Thank you and piss on you". I say:
"Piss on you too, tou sonna-wa-bitch, I now go back to Italy".
Direttore, I never gonna stay in your hotella no more, you sonna-wabitch.
Sincerely,
Dicci Elgré

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband