17.9.2006 | 13:26
Sönndei bloddí sönndei
Nú sit ég hér og bíð spennt eftir því að leikurinn byrji klukkan þrjú. Þarf að vísu að fylgjast með honum í textaformi á netinu, en það er víst betra en ekkert.
Blogg fyrir fjölskylduna og aðra sem hafa áhuga utan Ak:
Krakkarnir blómstra hérna á norðurlandinu. Jóhann er mjög ánægður með nýja leikskólann og vaknar með bros á vör á hverjum morgni spenntur yfir því að fara. Þeir sem þekkja Jóhann vita að hann er afar geðstirður á morgnana svo að þetta hlýtur að vera góður leikskóli. Íris er búin að eignast slatta af vinkonum og sést varla hér heima. Karen er meira heima við en líkar mjög vel í skólanum og er búin að eignast 2 vinkonur hér. Andrea komst strax inn í hópinn í skólanum. Búin að eignast haug af skrækjandi gelgjuvinkonum og segir að strákarnir hér á Ak séu bara ágætlega sætir. Ég sjálf er á kafi í lærdómi og líkar vel. Er svona að venjast því að sjá ekki almennileg fjöll þegar ég kíki út um gluggann. Þórarinn, Ágúst og Bíbí eru líka í góðum gír og nokkuð sátt við nýja heimilið. Sem sagt, lífið er bara ljúft og allir sáttir.
Lambakjet í kvöldmatinn og ykkur er ekki boðið.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2006 | 16:16
Old Trafford pizza
Mun að sjálfsögðu treyja mig upp þó svo að ég geti ekki horft á leikinn og auðvitað ætlar Arsenal að fara að pilla sér upp úr 17. sæti.
Fyrir þá sem engan áhuga hafa á pistlinum hér fyrir ofan að þá var ég að enda við að raka á mér lappirnar og er jafnvel að huga um að plokka augabrúnir ef ég nenni. Svo ætla ég að brjóta úr nærfötunum og viðra út á svölum svo ég þurfi ekki að gera það fyrir jólin.
Bless farin
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2006 | 16:02
Stökkmýs vilja ekki verða fit
Er með kvef í hausnum mínum og því afar geðstirð. Langar mest að sofa 12 tíma á dag en fæ það ekki. Í staðinn þarf ég að sitja í sófanum mínum og reikna heimadæmin mín á meðan Magnús Skelving skemmtir örverpinu. Gvuð blessi Magnús kallinn, hann er dáðadrengur.
Annars var ég að grobba mig á msn hversu æðislegt veður væri í dag. Kvaddi viðmælanda minn til þess að halda út í veðurblíðuna sem hélst í nákvæmlega 2 mínútur eftir að ég var komin út. Þá dró ský fyrir sólu og kári byrjaði að blása af krafti. Hefði átt að grobba mig meira.
Spakk og hagetti í kvöldmat og ykkur er boðið.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2006 | 19:05
Má bjóða ykkur kaffi?
Í dag var ég að keyra um götur hér í bæ þegar ég rak augun í svokallaðan hjólahomma. Mér varð auðvitað hugsað til hjólahommanna Þórðar og Þorsteins aka Steina litla afríska, nema þessi hjólahommi var flottari en þeir báðir til samans. Fyrir það fyrsta var hjólið vespa sem er auðvitað ferlega kúl sérstaklega þegar hjólahomminn á vespunni er vel yfir 150 kg. Hjólahomminn klæddis þröngum íþróttabuxum með stroffi að neðan, sem flögguðu í hálfa stöng. Við buxurnar fögru var hann í þröngri hettupeysu sem líka virkaði of lítil og til að toppa herlegheitin sat á kolli hans pottlok sem líklega hefur átt að þjóna tilgangi hjálms og við nánari skoðun reyndist vera hjálmur. Alveg merkilegt hvað maður kiknar í hnjánum þegar maður sér svona glæsiriddara í umferðinni.
Ég er ekki að trúa því að það sé komin 14. september því í dag rauk hitinn upp í 16-17 gráður.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2006 | 14:48
I do
Annars er lífið bara skóli og börn þessa dagana. Skellti mér í bókfærslutíma í morgun og það var gaman. Elska bókfærslu meira en góðu hófi gegnir. Fór svo í tölvutíma þar sem ég fékk að fiffa til wordskjal og það var svo sem líka alveg ágætt. Fór svo og hitt hópfélaga mína í rannsóknarverkefninu ógurlega og það var líka allt í lagi.
Sit hér nú og drep tíma þar til ég þarf að sækja örverpið í leikskólann með því að blogga og rífast við unglinginn sem er alltaf jafn hressandi.
Ætla svo að reyna að halda augunum opnum fram yfir miðnætti í kvöld og fylgjast með honum Magna. Væri tilvalið að demba sér í kalda sturtu svona til að halda sér vakandi. Sturtan er nefnilega orðin alveg ágæt núna en var það ekki fyrst. Þá stóð ég og reyndi að ca út hvar dropinn sem lak úr sturtuhausnum myndi lenda svo ég gæti náð honum á meðan hnéin á mér voru í góðum sturtumálum því að allt vatnið frussaðist á þau. Kom úr þessari sturtu með skínandi hrein hné en sápu í hárinu. En af því að ég er hagleikskona mikil þá náði ég að redd'essu alein.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 15:11
Einu sinni var...
Rjómablíða enn og aftur og ég er ekki að skrökva ég sver!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2006 | 13:45
Spikfeitur mínus á debbanum mínum
Var að fatta mér til mikillar skelfingar að ég verð að vaska upp handvirkt næsta mánuðinn, eða þar til Páll minn ástkæri bróðir kemur í land. Eitthvað moj við að tengja uppþvottavélina sem ég legg ekki í. Sem betur fer á ég nóg af krökkum sem ég get dembt þessu á þegar mér sýnist.
Rjómablíða aftur á Akureyri.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2006 | 10:29
Sunnudagurinn 10. september árið 2006
Er að komast almennilega af stað í náminu og komin í hóp í aðferðarfræðinni. Verðum fjórir meðlimir í þeim hóp, nema ég verð sú eina sem er ekki með lim. Hef aldrei séð hópfélaga mína en mun væntanlega berja þá augum í næstu viku.
En jæja best að bregða sér í bikiní og blanda sér pina colada og lesa svo skólabækurnar á sólbekk út á svölum. Alltaf rjómablíða á Akureyri.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2006 | 13:21
Jibbí skribbí
Svaf annars vel í nótt þrátt fyrir að vera umkringd pappakössum og dagblaðatæting.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2006 | 18:33
Fyrsta nóttin í íbúðinni í nótt
Andrea byrjaði á því að læsa sig inn í nýja herberginu sínu. Lásinn ónýtur og krakkinn pikkfastur inni í herbergi. Eftir að hafa hringt út um allann bæ og þó víðar væri leitað til þess að finna lásasmið, benti góði góði löggimanninn mér á að bjalla bara í smið til að redd'essu. Hringdi í smið sem bisaði við hurðina í ríflega hálftíma og neitaði svo að taka krónu fyrir. Hefði ég fengið þessa þjónustu frítt hefði ég verið með pung?
Ætla núna að logga mig út af mágkonu tölvu og elda (Sæunn lokaðu augunum ekki seinna en núna) pylsur fyrir glorhungrað stóðið á nýja staðnum.
Sé ykkur þó síðar verði.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)