3.10.2006 | 17:38
Tilkynning
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2006 | 11:57
69
Er hér með ansi skemmtilega sögu af unglingsdóttur minni sem ég læt flakka með þessu bloggi.
Andrea var stödd í skólanum og var að lesa í bók. Vinkona hennar spurði á hvaða blaðsíðu hún væri komin og Andrea segir hátt og snjallt "69". Bekkurinn sprakk úr hlátri en Andrea var eitt stórt spurningarmerki í framan. Hún vindur sér að vinkonu sinni og spyr hvað sé eiginlega svona fyndið við að hún sé komin á blaðsíðu 69. Vinkonan og aðrir nærstaddir fara að flissa ennþá meira og Andrea spyr aftur hvað sé svona fyndið. Vinkonan frussar út úr sér "Nú 69 bwahahaha". Ekki gekk dóttur minni neitt að fá upplýsingar upp úr bekkjarfélögunum um hvað 69 þýddi svo hún réttir upp hönd. Kennarinn snýr sér að henni og spyr "Já Andrea?". Grunlausa og saklausa dóttir mín spyr kennarann fyrir framan allan bekkinn hvað þetta 69 sé nú eiginlega, á meðan jafnaldrar hennar sitja og þora ekki að anda. Kennarinn var nú ekki í neinum vandræðum að útskýra þetta. Svo að núna veit dóttir mín hvað 69 stendur fyrir, hvaðan það kemur upphaflega og að danir séu dónar.
Yfir og út, skipti.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 20:49
Gróa á Leiti blómstrar
Svo var önnur smellin saga sem snéri að honum Júlla. Vissuð þið að Júlli er rétt nýskilinn og strax á leiðinni í ferðalag til útlanda *andköf*. Svona fyrir það fyrsta þá er engin ferðahugur í Júlíusi og ef svo væri hvað væri þá eiginlega slæmt við það?
Gróa kellingin getur stundum verið bráðskemmtileg.
Að öðrum málum. Verslaði mér nýjar leikfimisbrækur í dag. Hafði vit á því að versla buxur sem sýna hvorki rass né klofsvita. Já maður lærir sko af reynslunni. Það er frekar óþægilegt að vera það sveittur í ræktinni fólk haldi að maður þjáist af skelfilegum þvagleka og missi þvag í hvert sinn sem maður reynir á sig. Fór svo í ræktina og komst að því að buxurnar virkuðu alveg eins og þær áttu að gera. Er með harðsperrur dauðans en var minni hvalur í dag heldur en í gær.
Survivor að byrja eftir smá.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 08:38
Afmælismamma
Get lítið tjáð mig, er með harðsperrur í mallakút. Brá undir mig betri fæti og skellti mér í ræktina í gær. Komast að því að þolið mitt er bara gufað upp á 3 mánuðum. Blés eins og hvalur á hlaupabrettinu og græddi dúndrandi hausverk og blóðsykurfall vúhú. En betur má ef duga skal og því skal haldið í ræktina aftur í dag og hvalast á hlaupabrettinu.
Skráði mig inn á einkamál punktur is í gærkvöldi bara í gamni. Greinilega mikill markaður fyrir 34 ára gamlar kellingar sem rífa kjaft. Er búin að fá um 30 skilaboð á nokkrum klukkutímum og um 300 hafa tékkað á auglýsingunni minni. Fékk eitt mjög svo freistandi tilboð þar sem einn dóni út í bæ vildi ólmur strippa fyrir mig a webcam. Held ég láti þetta vefsvæði eiga sig og haldi mig bara við gamla góða gáfulega og innihaldsríka barnaland.
Ég er með bólu á rassinum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2006 | 09:52
Dagur 1, átak
Hádegismatur: Kaldir pizzuafgangar með kokteilsósu, kók, brauð með súkkulaðiáleggi.
Kaffitími: 1 snúður með karamellu, 1 pakki marsipanstykki úr bónus, kakó með rjóma.
Kvöldmatur: djúpsteiktur kjúklingur, með frönskum kartöflum, majonessalati og kokteilsósu, kók.
Kvöldsnarl: Ís með rjóma, ávöxtum og súkkulaðisósu.
Viljið þið muna með mér að mamma á afmæli á morgun?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2006 | 20:29
Fatlafól án hjólastóls
Var að koma af Greifanum og er BEálLGSÖDD. Palli, Íris, krakkastrollan og ég sjáílf nutum máltíðar á hinum margrómaða greia.
Garg þetta er ekki að ganga vel svo þetta blogg verður ekki lengra að sinni.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 19:30
Óþolinmæði punktur is
Á sunnudaginn verður skundað í líkamsræktrastöðina Bjarg og tekið á því. Rassinn farinn að slappast meira en mér líkar og vömbin stækkandi fer og það fær hún sko ekki að komast upp með. Takmarkið er að búa til stálrass og flottasta mallakút sunnan alpafjalla. Hell kannski ég fari bara og verði tröllmössuð og vinni Miss Tröllworldmössuð. Ekkert er eins glæsilegt en kona með stærri upphandleggsvöðva en meðal karlmaður.
Yfir og úhút.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2006 | 19:22
Án titils
Að öðru leiti er ég hundpirruð og langar til að lemja einhvern og engin ástæða fyrir pirringum önnur en sú að það er dimmt og drungalegt úti. Horfði á fréttatímann með sorg í hjarta, græðgi mannanna er ekki náttúruvæn. Ætla að vera umhverfisvænn viðskiptafræðingur þegar ég verð stór.
Held ég fari og gúffi í mig nokkrum trompbitum.
*gameoverlagið*
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2006 | 11:54
Alltaf að upplifa nýja hluti
Núna fyrir stundu var ég stödd í skólanum í miðjum stærðfræði tíma. Heima lá Karen með flensu og ég ákveð að bjalla í hana og athuga hvernig henni líði. Ég læt hringja út 5 sinnum og ekki svarar barnið. Í örvæntingu minni hleyp ég út úr skólastofunni, bruna niður stigann, hendist út í bíl og keyri í loftköstum heim. Ég ríf upp hurðina á bílnum, æði upp stigann alla leið upp á 3 hæð í loftköstum og sparka niður hurðinni. Stekk inn á ganginn og hrópa móðursjúk "Karen!!! Er ekki allt í lagi? KAREN?!?". Ekkert svar og hún ég var orðin verulega áhyggjufull. Fer úr einu herberginu í annað og finn barnið ekki. Enda svo loks í mínu herbergi þar sem krakkarassgatið STEINSVAF með símann við hliðina á koddanum!!
Mig langar til Korfú búhú!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2006 | 08:51
Aldrei of seint í rassinn gripið
Svo ég fór að undirbúa tíðar sundferðir næsta sumars og verslaði mér nýtt bikiní af leyndarmáli Viktoríu. Haldarinn er eins og á myndinni en brókin er svört. Ánægð kibba mín?
Sit hér og á að vara að skrifa ritgerð um Guidelines on personal reltaionships at work en hausinn minn ákvað að vera el blanco akkúrat núna.
Það reddast.
Flóðhesturinn tekinn á síma í afar lélegum gæðum, bara fyrir Polly!
Ánægð núna?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)