Loksins

Búin með verkefnið sem ég er búin að vera að vinna síðustu daga. Fékk skítaeinkun í bókfærslu en ekki þó falleinkun. Það skal EKKI gerast aftur. 2 verkefni sem þarf að skila næstu vikuna og 3 stærðfræðiverkefni sem bíða þess að verða leyst.
Sæunn kemur svo fljúgandi úr höfuðborginni í fyrramálið og verður hér hjá okkur um helgina.
Plan morgundagsins

Vakna og koma krökkunum í skólann
Keyra út á flugvöll og sækja Sæunni
Læra
Læra
Læra
Læra
Senda ópervertískan tölvupóst
Læra
Læra
Elda
Læra
Læra
Sofa
Ég lifi svo spennandi og innihaldsríku lífi!
P.s. það pirrar mig þegar fólk segir soltið og doltið þegar það meinar svolítið eða dálítið urrrrrrr.
P.s.s. snjórinn er farinn!


OJ OJ OG AFTUR OJ

Akureyri er skjannahvít! Búið að fenna sæmilega og tré eru ansi jólaleg á að líta. Ég er flutt í Kyrrahafið!

Brjálað að gera

En ég gef mér samt tíma til að blogga um ekki neitt.
Í dag er rigning. Laufin eru farin að sóða út göturnar og það er farið að verða ansi drungalegt á morgnana þegar maður vaknar. Ég þoli ekki haustið!
Hér er ennþá allt í drasli, þrælarnir mínur a.k.a. börnin láta ekki nógu vel að stjórn. Í dag ætla ég að klára powerpoint verkefnið mitt og ekkert mögl!
Mér er kalt.

Komin út úr skápnum

Já ég ákvað að koma út úr skápnum í dag. Hvað var ég að gera inn í skáp á annað borð gæti einhver hugsað? Jú ég þurfti að sækja þangað lítinn strák sem var búinn að troða sér lengst inn og HARÐ neitaði að koma út. Þannig að við Jóhann komum bæði út úr skápnum í dag. Næsta skref er að hringja í Gunnsa Kross og láta hann laga okkur aftur.
Vissuð þið að Linux stýrikerfið var fundið upp af finnskum tölvunörd? Ekki vissi ég það fyrr en núna í kvöld. Er að vinna powerpoint verkefni um Linux stýrikerfið og það er eins gott að vanda sig því það gildir 40% þeinkjúverrímödds!
Annars er þetta sorgardagur því kisarnir mínir hurfu á vit feðranna í dag eftir mikla leit að nýju heimili án árángurs


Allt í drasli

Og ég hef ekki tíma til að taka til. Verð að virkja afkvæmin í verkið því hún Sæunn skólasystir er að koma til Akureyrar á fimmtudaginn og mun gista hjá okkur. Jafnframt verð ég að fela allar flíspeysurnar mínar, öll fötin sem hafa verið keypt í hagkaup, allar flottu mublurnar sem ég hef verslað í rúmfatalagernum og allt herbalife safnið mitt. Og síðast en ekki síst þá verð ég að koma fallegu crocs skónum mínum fyrir á góðu heimili á meðan.
Annars allt gott að frétta. Nóg að gera og minnkar ekkert. Sól skín í heiði í dag en fjöllin í þessari sveit eru hvít.
Best að skvetta í sig einum kaffibolla og henda sér svo í ræktina.

Í minningu um örbylgjuofn

Öbbinn minn dó núna í fyrrakvöld. Hans er reyndar ekkert saknað neitt gífurlega sárt, þar sem hann var afskaplega lítið notaður.
Stærðfræðiprófið var skelfilegt. Þurftum að taka það á netinu og höfðum til þess 2 tíma ramma áður en það lokaðist. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig er að taka þungt stærðfræðipróf með organdi grísi hangandi í sér. Þegar ég var ca hálfnuð með prófið þá fraus glugginn! Sendi fyrirspurn á kennarann og ekkert hægt að gera. Lokaprófið mun þá bara gilda meira í staðinn. Hvaða jólasveini datt í hug að það væri sniðugt að hafa miðannarprófinn á netinu? Bókfærsluprófið bíður spennt eftir mér og ég eftir því.
Komst ekki á skauta í gær svo ég er alveg óbrotin. Próflestur, próftaka og ræktin framundan.
Þórhildur! Þú skilar mömmu sko aftur heim. Harðbannað að halda henni í gíslingu í svíaríki!!

Skautar og skaðræði

Er víst búin að lofa dætrum mínum að fara með þær á skauta í dag. Þá mun belja mæta á svellið í orðsins fyllstu merkingu. Ekki stigið á skauta frá því að ég var um 16 vetra, en þótti þó mjög gaman á svellinu þá. Hugsa að ég geymi bara myndavélina heima hjá mér.
Stærðfræðipróf í kvöld og ég er í því að reyna að finna út aðferðir við að reikna aðfellur, lóðfellur og logaritma.
Þar til síðar, og vonandi mölva ég ekki á mér fæturnar eins og Steini klaufi. Samt er eðlilegra að brjóta fætur á skautum heldur en við tölvu!
Túss.

Rigningarsuddi og próflestur

Fara ákaflega vel saman að mínu mati. Ekkert góðviðri sem freistar manns og getur maður setið á sínum mjúka rassi með bók í hönd, án þess að líta upp við og við og mæna með löngun út um gluggann þar sem allir eru úti að leika.
Er laus við snúrur úr stofunni! Skundaði nefnilega inn í Bykó síðdegis í gær og bruðlaði í eitt stykki elektrólúx þurrkara. Hann var settur í vinnu um leið og búið var að planta honum upp á vörlpúl þvottavélina og er ennþá á fullu blessaður. Á meðan safnast saman myndarlegt hreinatausfjall sem ég þarf að koma mér í að ganga frá. Reyndar hélt ég að ég hefði verið búin að redda manneskju í þau leiðindarverk, en svo stakk sú manneskja bara af. Sumt fólk...!
P.s. Búin að bæta við myndum í nýjasta albúmið fyrir þá erum að bíða eftir þeim. Þar má meðal annars sjá Þórarinn, Ágúst og Bíbí.
Best að snúa sér að skræðunum.r
Hér er svo stærri mynd bara fyrir Þórð.


Þið eruð best.


3 jöfnur með mjög óþekkum stærðum

Sit hér við eldhúsborðið mitt og klóra mér í hausnum yfir stærðfræði. Búin að komast að því að mengi eru eitthvað sem ég þarf að skoða betur og eins eru margliður ekki að ná að smjúga inn í skelina mína.
Byrjað að kólna svo að um munar og fyrsti éljagangur þessa hausts framundan. Palli bróðir er hoppandi ánægður með það enda á leið í einhverja jeppafjallaferð yfir helgina. Ég verð bílveik við tilhugsunina. Enda ósjaldan sem maður lenti í ófærð og leiðindum hér í den. Óþéttur Landroverinn sem og diesel stybbann þegar honum var juggað í gegnum skaflana er mér ennþá í fersku minni. Og svo komumst við nú einu sinni í fréttirnar þegar við sátum föst upp á Bjarnafjarðarhálsi yfir nótt í kolklikkbrjálveðri. Það var köld nótt!
Brrrrrrrr hugurinn leitar á suðrænar slóðir eftir þetta blogg.
En áfram með smjerið, margliður fatta sig ekki sjálfar.

Mitt eigið hold og blóð!

Fékk að renna augunum yfir msn lista unglingsins í gær (sem reyndar er miklu meira en að segja það, þvílíkur fjöldi) og rak þar augun í mig sjálfa sem er svo sem alveg eðlilegt, nema krakkakvikindið var búið að blokka sína eigin móður af msn!!! SÍNA EIGIN MÓÐUR!!! Hvers á ég að gjalda?!? Hún hefur greinilega ekki verið að gúddera það að mamma gamla sé að spyrja hana hvort hún sé ekki á leið í mat eða annað slíkt, þegar hún hefur verið á msn í vinahúsum. Eða það gæti líka verið að það hafi eitthvað gert hana vandræðalega þegar ég er að reyna að vera töff, hip og kúl og slæ um mig með unglingafrösum. Hún reyndi nú að afsaka sig með því að það væru sko allir með mömmu sína blokkaða á msn en ég er samt óhuggandi. Ég upplifi mig sem netperra því ég var jú búin að ítreka við hana að blokka alla netperra og það strax ef hún rækist á slíkan.
Vil að lokum senda mínar innilegust kveðjur til lesenda nær og fjær. Guð blessi ykkur börnin mín.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband