20.10.2006 | 21:15
Mistókst
Það er skítalykt af þessu öllu.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2006 | 21:50
Móðir heimt úr helju..
Hef nákvæmlega ekkert merkilegt að segja frekar en hinn daginn, en þar sem að það hefur skapast hefð fyrir daglegu bloggi þá stend ég við mínar skuldbindingar.
Velkomin heim mamma.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2006 | 09:13
Ingólfur Arnarson and the gang
Að öðru leiti er allt í lukkunnar vel standi hér. Verð barnlaus yfir jólin þar sem afkvæmin vilja yfirgefa móður sína og eyða jólunum vestur á Ísafirði í staðinn. Það verður skrítið.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2006 | 15:46
Sól sól skín á mig
...í mínum villtustu draumum. Hvenær kemur vorið aftur? Mér leiðist haustið og veturinn!
Neyddist til að kaupa mér office 2003 pakkann á allt of margar krónur. Office 2000 sjóræningjaútgáfan mín var ekki nógu góð og með öllu gagnlaus í verkefnagerð sem framundan er.
Allavega þá verslaði ég mér þetta núna fyrir helgi. Mjög svo voldugur pakki og umfangsmikill. Kom heim og tætti utan af honum og kíkti spennt inn í kassann. Þvílíkt frat! Inn í kassanum var vesælt cd hulstur sem innihélt diskinn og ekkert annað. Þvílík sóun á góðu plássi!
Kassinn með son og sódavatn til samanburðar.
Séð inn í kassann.
Og þetta var nú allt og sumt. Takið eftir fögrum höndum Sæunnar.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2006 | 18:25
Karíus og Baktus
Sæunn er búin að yfirgefa mig og ég er óhuggandi. Vorum báðar sammála um það að kvöldið hefði verið snilld og að hópurinn hefði verið frábær. 8-9 manns og allir með sama aulahúmorinn svo að það var mikið mikið hlegið. Frasi kvöldsins var pottþétt "Just screw down the workshit and crick the cunt". orð kvöldsins var"spreadshit". Og þetta var allt fróðleikur úr fyrirlestri.
"Ávaxtahlaðborðið" er farið að segja til sín núna og ég er ansi ræfilsleg að sjá. Merkilegt að maður hafi ekki steindrepist miðað við fjölda af skotum, vodkakellingabjórum og síðast en ekki síst bjórum. Tókst þó að sleppa því að gera mig að fífli í þetta sinn og held því inn í nýja viku með bros á vör.
Ég held ég fari bara að sofa núna.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2006 | 05:51
Frábært kvöld
Vöknuð klukkan allt of snemma og er eitthvað undarlega þyrst ásamt því að vera með ólgu í maga sem hefur leitt mig inn á náðhúsið oftar en einu sinni þennan sólarhringinn. Það er í fínu lagi því sjaldan hef ég skemmt mér eins vel og í gærkvöldi. Ég dansaði mig upp að klofi, söng hástöfum og trampaði á glerbrotum sem voru út um allt dansgólf.
Skrönglaðist svo haugdrukkin heim til mín klukkan hálf sex í morgun eftir að hafa eytt dágóðum tíma leigubílaröð.
Ég er með hausverk ái!
Við Sæunn alveg blá edrú
Baldur a.k.a. Gunni í Gunni og Felix
Helgi Þór hjúkka
Sæunn, Baldur og Denni
Ég og Sæunn allsgáðar í Sjallanum
Paparnir klikka ekki og mikið var kvöldið frábært
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2006 | 08:16
Léleg fyllibytta
Gærkvöldið var aldeilis ágætt samt sem áður. Fínt matarhlaðborð og fínn félagsskapur. Enda eru fjaranemar aðeins nær mínum aldri en staðarnemar. Enduðum kvöldið á kaffi Amor þar sem Óli Palli Rokklands þeytti skífur.
Í kvöld er Papaball í Sjallanum og okkur Sæunni er boðið í partý að Dúfnahólum 10.
Það er rok hér og snjóar laufum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 18:56
Farin á fyllerí *hik*
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 12:43
It's beginning to look a lot like Friday
Var að fá einkun úr fjölmenningunni í gær um guidelines on personal relationship at work og er bara nokkuð sátt. Þó ég sé reyndar einkunnarsnobb og sætti mig illa við einkunnir undir 8 þá var ég mjög ánægð með sjöuna mína, sérstaklega í ljósi þess að meiri hlutinn var með 3-4 og meðaleinkunin yfir alla var eitthvað um 5. Prófessor Sæunn grísaði samt og var sú eina sem fékk 10.
Engin skóli í næstu viku og fær maður þá bara að sitja á sínum mjúka rassi heima hjá sér og vinna þar í friði og spekt.
Hvernig kemur maður fíl í gegnum tollinn??
Jú þú setur auðvitað brauðsneið sitthvoru megin við hann og kallar hann nesti!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2006 | 13:04
Gott að vera vitur eftir á
Ætti ég að fá mér meira rúgbrauð?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)