29.10.2006 | 12:34
Eitt og annað
Fór í Hagkaup í gær og þar er búið að setja upp allt jóladótið og skreyta búlluna líka. Jólanjólinn ég sem er vanalega farið að hlakka til jólanna í ágúst er alveg ónæm í þetta sinn. Líklega af því að hinum hefðbundu jólum verður frestað í ár. Get ekki með nokkru móti ímyndað mér að ég verði í miklu jólaskapi þar sem ég spóka mig um í bikiní í suðurhöfum án unganna minna. Engin nammiklístruð börn, engin kaffilíkjörsfrómas, engin áramótakalkúni og ekkert hangikjöt í ár. Bara sól, sjór, framandi staðir og svo auðvitað gestgjafinn minn, sem eflaust þarf að redda málunum og fara með jólamessu á aðfangadagskvöld því það eru engin jól án messu. Er búin að setja "í dag er glatt í döprum hjörtum" á óskalistann og gestgjafinn verður að sjálfsögðu að syngja það fyrir mig. Á næsta ári verð ég svo að halda tvöföld jól til að bæta fyrir jólaleysið í ár.
Eitt er þó víst að bæði Nói og Síríus koma með til útlanda.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2006 | 10:05
Farið að vora
Snjórinn að kveðja og krapslabb sem og risapollar teknir við. Ekki felli ég tár á þeirri kveðjustund. En hinsvegar gráta göturnar því naglarnir mínir fara ekki blíðum höndum um þær. Mér er líka sama um það en hinsvegar bölva ég tjöruklessunum sem setjast á fallega fallega rassatinn minn. Mér þykir leiðinlegt að þrífa bíla þó að það sé fallegi fallegi rassatinn minn.
Svona til að gleðja hana Polly, þá lét ég gera stórinnkaup fyrir mig í IKEA og nú á ég þetta...
Núna líður brauðinu mínu afskaplega vel.
Ætla ég að opna þennan kassa og næla mér í dögurð. Ristað brauð og melroses ahhhhhhhhhh.
Afmæliskveðjur til Gunnu vinkonu sem átti afmæli í gær. Og svo Úlfars bróður sem á afmæli í dag.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2006 | 22:06
Föstudagskvöld
Er sárlega farin að þrá félagskap fullorðinna. Þá gæti maður verið að horfa á eitthvað aðeins meira fullorðins, sötra góð vín og spjalla um eitthvað annað en hver sé mesti lúðinn í 9. bekk o.s.frv.Gæti svo sem alltaf reynt að sturta gó'um vínum í táninginn en er ansi hrædd um að það yrði ekki vel séð. Svo að í staðinn treð ég hana út af ís og þykist vera mjög áhugasöm um lúðastatusinn í skólanum.
Á morgun fæ ég svo fullorðið fólk í heimsókn. Því minn ástkæri litlibróðir Páll og hans ektakvinna Íris ásamt erfingja sínum Kristófer, ætla að kíkja í mat.
Dapurt blogg í þetta sinn því ég er í frekar ófjörug eins og er.
Ykkar verk er því að hressa mig við með einhverjum skemmtilegheitum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 17:07
Besta barnapían í öllum heiminum
Í dag þurfti ég að bregða mér á fund með hópfélögum mínum í aðferðarfræðinni. Unglingurinn fékk það verkefni eins og svo oft áður, að passa. Þegar ég yfirgaf svæðið var hún í tölvunni. Ég kvaddi og sagði "passaðu nú bróður þinn vel" fékk fýlulegt "já já auðvitað" til baka. Nákvæmlega 40 mínútum síðar snéri ég heim. Opnaði hurðina að íbúðinni og sá þar unglinginn við tölvuna. Fór svo inn í stofu og þar blasti við mér þessi sjón...
Drengurinn hafði sem sagt verið að dunda sér með kakódolluna í það góðan tíma að honum hafði tekist að sóða út sjálfan sig, sófann og nánasta umhverfi sófans og svo sofnað út frá því.
Spurningin er, hvað á ég svo að borga barnapíunni á tímann?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 21:52
Ekki tekið út með sældinni að vera af þýskum ættum
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 08:59
Ætli haustið sé búið?
Tók þessa mynd út um svalahurðina hjá mér rétt fyrir klukkan 9 í morgun.
Svona er Akureyri í dag. Alltaf blíða.
Á eftir þegar ég fer upp í skóla þarf ég að grafa Rassatinn upp úr skafli á bílastæðinu. Sem betur fer var ég búin að kaupa mér öfluga sköfu svo að ég þarf ekki að brúka hárburstann lengur. Svei mér þá ef ég er ekki bara dottinn í jólaskap og er það ekki bara þjóðráð að skella sér í smákökubakstur?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2006 | 13:03
Ég var að spöglega...
þegar ég fer til Miami, er þá ekki algjört möst að kíkja í kaffi hjá vini mínum Hórasíjó Kein? Verður hann ekki hundfúll ef ég verð í kauptúninu og sleppi því að kíkja til hans?
Annars:
Allt á kafi í snjó
Rassatinn vetradekkjaður
Vaxmeðferð framundan
Áætlun um að klippa táneglur í kvöld
Mér er kalt
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2006 | 10:59
Vetur gengin í garð
Verkefni dagsins eru að klára verkefnið sem ég átti að klára í gær en gerði ekki. Sit hér í sófanum mínum í náttkjól og gula frottebaðsloppnum mínum, með loðna leggi, maskara niður á kinn og úfið hárið. Til að toppa útlitið er frunsan orðin að svöðusári á vörinni minni svo það er eins og einhver hafi gefið mér ærlega á kjaftinn. Er sem sagt undurfögur og eins og nýútsprungin rós. Verst að engin fær að njóta því ég verð föst yfir verkefnaskilum í dag.
Áfram með smjerið
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2006 | 11:49
Grobbfærsla
Á þessum dalli mun ég svo eyða jólum og áramótum í góðum félagsskap.
Best að pakka nokkrum kg af sjóveikistöflum, tek ekki séns á öðru Gubbólfsævintýri.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2006 | 09:23
Ákvörðun hefur verið tekin
Þarf bara að pakka niður hangikjeti, malti, appelsíni, nóa konfekti og uppstúf og taka þannig jólin með mér. Má víst ekki taka skötu með því þá verð ég látin ganga plankann. Það er svo sem í lagi þar sem ég hef hingað til ekki verið að borða skötu á Þorlák hvort sem er.
Grobba mig betur síðar.
Viðbótarblogg úr heimilislífinu.
Jóhann stendur fyrir framan sjónvarpið og horfir á erlenda barnaefnisstöð.
Sætur hvolpur birtist á skjánum og mjúkleg konu rödd segir "puppy"
Jóhann endurtekur "hundur"
Sæti hvolpurinn birtist aftur og þulur endurtekur "puppy"
Jóhann mjög svo pirraður "NEI!!! Hetta er HUNDUR!!"
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)