7.11.2006 | 13:56
Táraflóð
Er annars búin að væla út stefnumót þegar ég fer suður í desember. Planið er að ná að hitta loksins á Steina sem ég hef ekki séð síðan á síðustu öld. Tek að sjálfsögðu með kleinur.
Annars er þetta dagur hinna vondu skapa, í mjög víðri merkingu.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 17:46
Óskalisti Jóhanns
Grafa
Grafa
Grafa
Grafa
Grafa
Grafa
Grafa
Grafa
Grafa
Módóhól en samt grafa
Ætli það verði ekki grafa í pakkanum hans frá mér í ár?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 12:26
Skelfing
Var í bókfærsluprófi og gekk skelfilega. Sjáum til hvað kemur út úr því.
Er að fara að láta fiffa hausinn á mér. Klipping og strípur já takk. Ætti ég að láta aflita?
Fæ fullt af fólki í heimsókn daglega hér á bloggið og ég heimta comment!
Og að lokum...
hafið þið séð annað eins krútt?
Þetta er sem sagt litla systir mín hún Gló (uppnefnd Snati af pabba eins og hefð er fyrir). Mamma var sem sagt að eignast þetta grey núna um helgina.
Gamli hundurinn hún Rófa (uppnefnd Eiríkur af pabba) er ekkert allt of sæl með þessa boðflennu.
Og svona til fyrst við erum að tala um uppnefnin hans pabba að þá er ég litli Gvendur og hef verið síðan ég man eftir mér, systir mín er Andropov (leiðtogi sovétríkjanna þegar hún fæddist) og greyið mamma er kölluð refurinn.
Pabbi þú ert skrítinn
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2006 | 11:18
Þetta er rass!!
Veðrið er miður gott hér í höfuðstað norðurlands. Það ískrar og brakar í þakplötunum og ég hef nokkrar áhyggjur af því að þær gætu hugsanlega losnað ef bætir í vind. Eldhúsglugginn míglekur og hefur verið pakkað inn í handklæði. Foreldrar komast ekki aftur heim á Strandir í dag og neyðast víst til að lengja dvöl sína um sólarhring eða svo. Þetta er akkúrat svona dagur þar sem maður liggur í leti undir teppi og les góða bók eða horfir á góða mynd í sjónvarpinu.
Borat var fyndinn. Ég get fullyrt að ég hef ALDREI hlegið svona mikið yfir einni bíómynd. Það er ekki séns í helvíti að þessi mynd verði sýnd í Ameríkunni. Hún yrði þá bara um 5 mínútna löng eftir alla ritskoðunina. Er reyndar orðin afhuga kynlífi næstu 35 árin eða svo, en það er í lagi þar sem að hláturinn lengir lífið og ég bætti um 50 árum við mitt þetta kvöld.
Elsk'ykkur öll.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 15:12
Heibabbalúlla
Í kvöld kemur fólkið sem ber ábyrgð á því að ég fæddist inn í þennan heim, hingað til höfuðstaðar norðurlands. Á morgun verð ég svo á haus í eldamennsku. Ójá það dugar ekkert minna en heimsfrægi áramótakalkúninn minn þegar foreldrar vorir heiðra oss með nærveru sinni. Fæ reyndar ekki að skjóta yfir þau skjólhúsi þar sem Páll býr betur en ég.
Í kvöld ætlum við Páll hinsvegar að skunda í bíó og sjá Borat. Hlakka mikið til þar sem annað eins kyntröll hefur sjaldan prýtt kvikmyndatjald bíóhúsanna.
Sé ekki fram á að ég hafi tíma til að anda fyrr en 13. des. Það er svo sem fínt því að tíminn fram að utanlandsferð er þá fljótari að líða. Búin að panta þetta fína herbergi á subbuhóteli í Orlando nóttina fyrir Miami flug. Eins gott að Þórður hætti ekki við að bjóða mér í heimsókn því annars þarf ég að eyða hátíðunum í félagsskap kakkalakka og krakkmellna. En það er svo sem alveg hægt að skemmta sér með þeim líka.
Ætla að fá mér svona Borat sundbol.
Yfir og út.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2006 | 10:56
Skróp
Brunagaddur á Akureyri, eða var það allavega í gær. Á ennþá eftir að fara út úr húsi í dag og get það ekki fyrr en ég hef komið mér úr gula frotte skrímslinu í föt.
Farin bless
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 12:21
Frumsamið
-
-
-
-
-
-
Engan! Ég geri það bara sjálf.
Mér finnst ég vera ótrúlega fyndin.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2006 | 19:23
3 blogg í dag...
Litlujólin verða haldin um næstu helgi. Mamma og pabbi eru á leiðinni hingað austur með árlega skammtinn af lambakjeti og í staðinn ætlum ég og Páll og Íris og allir hinir að bjóða þeim í áramótakalkún með tilheyrandi. Eins gott að vera dugleg við lærdóminn, annars fær engin gott að borða.
Ekki sakna mín of mikið.
Þar til síðar
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2006 | 15:14
Framandi tungumál
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2006 | 09:29
Bangsímon og félagar
Verkefni dagsins:
Drusla mér í föt
Drusla barni í leikskóla
Druslast til að læra
Druslast til að borða
Druslast í skólann
Druslast í ræktina
Druslast til að læra
Druslast
Druslast
Druslast til að sofa
Er svo innilega andlaus að það getur varla talist sniðugt.
Frá því að ég ákvað að borða minna til að sporna við fitun þá hef ég bara aldrei borðað eins mikið um ævina. Það gengur að sjálfsögðu ekki og því verður ekkert nema vatn og epli í boði fram yfir páska. Andskotans átsýki.
En jæja, best að druslast til að byrja þennan druslulega dag.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)