13.11.2006 | 19:19
Það er ekkert grín að vera svín og vera étin á jólunum
Þrátt fyrir kulda og trekk langar mig samt í ís.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2006 | 21:31
Víííí
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2006 | 12:31
Jólakökupæling
Afhverju þarf alltaf að vera troða rúsínum í jólakökur? Mér finnst jólakaka mjög góð, en það er bæði seinlegt og leiðinlegt að plokka allar þessar rúsínur úr áður en ég borða hana. Nú finnast mér rúsínur alls ekki vondar beint upp úr pakkanum né húðaðar með súkkulaði. Það er bara eitthvað við þær eftir að þær hafa gengið í gegnum eldunar og bökunarferli sem lætur mig frá klígju. Þær minna mig helst á dauðar maðkaflugur þegar maður bítur í þær. Og já, áður en þið farið að spöglera of mikið í því hvort ég hafi samanburð þá get ég sagt með góðri samvisku að ég hef hann. Löng saga sem ekki verður farið út í nánar hér.
8 tímar í að rauði kjóllinn verði minn. En sem komið er, er ég ein um hituna. Svo fær maður sér ekki kjól án þess að redda sér skóm líka. Svo ég bauð í þessa og ef allt fer vel þá verða þeir mínir fyrir kúk og kanil eftir um 6 tíma.
Best að koma sér í það að klára þessa blessuðu ritgerð.
Úti er alltaf að snjóóóóóóaaaaaaaaa
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2006 | 21:35
Grotn
Mig dreplangar að fara eitthvað út með einhverjum skemmtilegum og djamma af mér rassinn.
Spurning um að spæna út í búð og kaupa skítahlass af óhollustu og glápa á einhverja væmna rjómantíkurvellu og láta sig dreyma um kúr.
Flensa frænka að kveðja vúbbí.
Viktoría mínar innilegustu hamingjuóskir með nýja bloggið. Var alveg búin að gefast upp á hinu.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2006 | 19:02
Þjálfun í gangi
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2006 | 07:51
Súrt
Fæ aukaungling yfir helgina. Minn unglingur er hoppandi glaður yfir því. Guðrún Ásta hennar Dóru vinkonu kemur með rútunni í dag og allir eru voða spenntir.
Kláraði netbókhaldsverkefnið með Sæunni og Skúla í gær. Mikið var það ljúft. Fáum pottþétt 30 fyrir það. 2000 orða ritgerð úr Hofstede næst á dagskrá og heimasíðugerð í tölvufræðinni. Er klaufi í kóðum.
Held ég skríði bara upp í núna.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2006 | 01:37
Ebay er gaman
Jólakjóllinn í ár ef engin yfirbýður mig!
Ég held ég sé ástfangin af kjól.
Geðvonskan átti sér góða skýringu. Flensan kíkti hér við. Sit hér andvaka með beinverki, hita og 30 cm langa horræmu hangandi úr báðum nösum. Þannig að passið ykkur því ég bít þessa dagana.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2006 | 19:02
Læt mig ekki vanta ...
... á þennan fyrirlestur á morgun.
Málstofa í auðlindafræðum - Er Gullæði framundan?
Fyrirlestur á vegum Viðskipta- og raunvísindadeildar. Er Gullæði framundan? Fimmtudaginn 9. nóvember mun Andri Snær Magnason rithöfundur halda fyrirlestur þar sem hann mun meðal annars fjalla um orkukosti framtíðarinnar í tengslum við álver framtíðarinnar. Fyrirlesturinn hefst kl 12.00 og er í anddyri Borga.
Nýlega var tilkynnt um álver í Þorlákshöfn en sveitarfélög þar hafa gefið út kynningarbækling þar sem Torfajökulsvæðið, Markarfljót og Langisjór eru kynnt sem framtíðar orkukostir. Þessi tilkynning bætist við stækkun í Straumsvík, álver í Helguvík, stækkun Norðuráls og áform Alcoa á Húsavík og Reyðarfirði. Iðnaðarráðherra hefur tilkynnt að stóriðjustefnan verði í framtíðinni rekin af sveitarfélögum. En áttu áform RUSAL á Norðurlandi að kalla á gagnrýna umræðu árið 2003 og hafði sveitarfélagið innviði og þekkingu til að glíma við slíkt fyrirtæki? Í orkumálum þjóðarinnar virðist gullæði vera í uppsiglingu og áformin munu gjörbreyta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrirlesari leitar svara við hvernig hægt verði að knýja öll þessi orkuver en þessi áform munu nýta meira en 3/5 af mögulegum raforkuforða Íslands. Orku og auðlindamál snúast um yfirsýn, langtímahugsun og spár um þróun en hvar á að fá orkuna þegar verksmiðjur þurfa að stækka? Leitað verður að mörkum skynsamlegrar nýtingar og jafnvel lögð drög að hvar sáttin gæti legið. Er auðlind alltaf auðlind? Þegar menn neita sér um auðlind, eru menn að skerða heildartekjur eða stækka sjóndeildarhringinn? Íslendingar hafa til dæmis menntað 1700 lækna, 500 þeirra eru erlendis. Er það ekki auðlind sem rennur vannýttur til sjávar og hafa menn einhverja sýn um hvernig megi nýta hana?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2006 | 08:52
Fólk er fífl!
Gengur ekki svona lengur. Verð greinilega að finna mér tíma til að fara í ræktina til að fá útrás. Engin miskun í verkefna vinnunni og ég er bókstaflega á kafi. Gæti hugsanlega skýrt vonda skapið, því eins og alþjóð veit fer stress mikið mikið í skapið á mér.
Held ég þurfi súkkulaði, það er allra meina bót.
Eigið ykkur bara aftur í dag.
Truntan
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2006 | 20:15
Frábært
Svo má Geert Hofstede líka taka þessa bók sína og troða henni þversum hvar sem honum sýnist. Afhverju er ég að læra fjölmenningu í viðskiptafræði?!?
Góðar stundir.
Eða nei, eigið ykkur bara.
Kveðja, geðvonda.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)