Slippur

Búin að panta tíma í slipp hjá Sæunni 19. eða 20. desember. Þá skal vaxa allt sem hægt er að vaxa. Gengur víst ekki að vera apakona í sólbaði (þó það verði snjóstormur). Svo verður splæst á hand og fótsnyrtingu því ekki gengur að vera með 10 cm langar táneglur og líkþorn í opnum sandölum, svo þarf líka að raspa niður kartneglurnar. Síðast en ekki síst þá mun verða gerð tilraun til að snyrta til augnbrúnir og augnhár svo ég minni ekki eins mikið á Bjarna Fel. Eftir þetta ætti að vera óhætt að láta sjá sig á meðal almennings án þess að valda einhverjum sálarangist.
Palli bróður farinn á sjóinn, sé hann væntanlega ekki aftur fyrr en í febrúar.
Farin bæ bless

Shit II

Var að gera þá uppgötvun að prófin byrja eftir 2 vikur. Ekki seinna vænna að fara að byrja lesturinn ef þetta á að ganga hjá manni. Börnin verða ansi vanrækt næstu vikurnar en það reddast vænti ég. Verð með nefið á kafi í bókunum fram að 13. desember en þá er þetta bara líka búið og maður getur farið að lesa eitthvað annað en Financial Accounting og bækur í þeim dúr.
Keyri suður 19. desember því Karen vill síður eyða afmælisdeginum sínum í bíl á leiðinni frá AK - Ísafj. Fæ þá einn aukadag til að hitta alla þá sem mig langar að hitta og kemst þá líka í yfirhalningu til Sæunnar, það er að segja ef hún hefur pláss fyrir mig.
Borðtölvan komin með þennan fína vírus þökk sé unglingnum og msn. Þarf að skunda með hana í viðgerð og láta taka ófögnuðinn úr henni. Fartölvan gengur sem betur fer og því er ég ekki í vondum málum.
Síðast en alls ekki síst þá fór ég að hitta hana Sollu áðan og það var bara gaman. Takk fyrir spjallið Solla.

Shit

James Bond var HEITUR, þegar út var komið var hinsvegar mjög mjög kalt.
Þegar ég kom heim úr bíó var litli strumpurinn sofnaður og allt í ró og spekt. Seint og síðarmeir fór ég svo sjálf að hátta og svaf eins og steinn þar til klukkan allt of seint. Reis úr rekkju eftir að hafa legið undir feldi í nokkra stund eftir vöknum, og teygði úr mér. Snéri mér svo við og hagræddi sænginni og sá þá á lakinu bremsufar af stærstu og bestu gerð! Nei það var ekki eftir mig! Ekki nema endaþarmurinn minn sé búinn að færa sig upp að herðablöðum. Skýringin er sú að unglingurinn var að skipta á stráknum í gær og steingleymdi að gera viðeigandi ráðstafanir vegna iðandi strákarassa með þessum afleiðingum svo að ég svaf í skít í alla nótt.
Hlýrra á Akureyri í dag og af því tilefni ætla ég að hitta Sollu á kaffihúsi og sötra heitt swiss mokka ahhhhhhh.

Bond, James Bond

Ætla að bregða mér í bíó og skoða nýja Bondinn. Hef samt alltaf haft andstyggð á James Bond og því er þetta stórt skref í átt að breyttum lífsstíl og hugsunarhætti.
Kaldara sem aldrei fyrr og mælirinn heima hjá tengdaforeldrum Palla sýndi -18°C. Brakar og brestur í Rasstinum þegar hann brunar um göturnar. Þurfti samt ekki að grafa hann upp úr skafli áðan, bara brjóta af honum klakabrynjuna. Á að hlýna á morgun sem betur fer.
Gvöð blessi ullarföðurlandið og lopasokkana og já líka flísina.
Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Kúkahúmor í lokin http://69.is/openlink.php?id=26614

Ég heiti Guðbjörg og ég er ljón

Er að hressast held ég bara. Allavega er ég farin að finna óþefinn af sjálfri mér og því kominn tími á sturtu.
Úti er ÍSkalt en ég get vermt mig með því að hugsa um sólböð með góða bók í hönd eftir örfáar vikur, vel smurða af sóláburði svona til að ég verði ekki of grilluð. Svo er líka fínt að þykjast að vera kona í neyð og þá get ég kannski gabbað seiftí offiserinn til að maka sólaráburði á bakið mitt.
Er að smíða heimasíðu í tölvufræðinni og gengur bara alveg ágætlega. Html kóðun er ekkert flókin ef maður stelur kóðunum einhverstaðar af netinu. Fáið kannski að sjá þegar ég er búin.
Andrea fór á Borat í gær og fannst hann ekkert fyndinn. Sagði að það hefði verið stór og mikil kona fyrir aftan sig sem hefði hlegið eins og sambland af skrækjandi hænu og spangólandi hundi og það hafi verið alveg ömurlegt. Aulagenið mitt hefur greinilega ekki skilað sér í blessað barnið.
Annars lítið bara.



Lazarus Fýlibus

Alltaf sól og blíða á Akureyri.

Ennþá veik, það er lítið gaman.


Plehhh

Með háan hita og stokkbólginn háls. Ligg bara í bælinu.

Why?! Why me?!

Beinverkir, höfuðverkur, hiti og hálsbólga mætt á svæðið aftur. Sérlega hentugt þar sem að það er frekar mikið að gera þessa dagana.
Á morgun verður munnleg kynning á ógeðsverkefninu sem við vorum að vinna um daginn. Þeir sem þekkja mig best vita hvað ég hef ofsalega gaman að því að standa fyrir framan fullt af ókunnugu fólki og tala um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á *pause* NOT!
Það er SKÍTKALT úti og snjónum kyngir endalaust niður. Náði að festa rassatinn í bílastæðinu í dag, en gat juggað hann lausann svo ekki þurfti að kalla út björgunarsveitina (a.k.a. Palla bróður).
Adios, þarf að mæta upp í skóla og undirbúa glærur og annað slíkt með hópfélögunum fyrir morgundaginn.
Stærðfræðipróf í kvöld og 0 tími til undirbúnings jeij.

Aftur til fortíðar

http://www.thisdayinmusic.com/member/birthdayno1.php
Ofsalega skemmtilegur linkur þar sem maður getur séð hvaða lög voru vinsælust í Bretlandi og Bandaríkjunum á deginum sem þú fæddist.
Mín eru...
U.K. School's out með Alice Cooper. U.S. Alone Again (Naturally) - Gilbert O?Sullivan.
Skoðaði börnin líka og fannst ansi skondið að sjá að lagið sem var vinsælt á fæðingardegi Andreu var "Black Or White - Michael Jackson" sérstaklega í ljósi þess að það voru miklar vangaveltur um hvernig krakkinn yrði á litinn.

Frunsufífl!

Er komin aftur með frunsu. Þessi er stærri og voldugri en sú sem heiðraði mig með nærveru sinni fyrir um 3 vikum síðan. Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?!? Eins gott að ég er ekki í veiðihugleiðingum því þetta ferlíki myndi stórlega takmarka aflaúrvalið.
Ennþá vetur og bíllinn var hvít þúst í bílastæðinu í morgun. Langar ennþá í ekkiBrynjuís ;o)
Rökfræðipróf í dag
Hlutapróf í stærðfræði á morgun
Netbókhaldsverkefni á eftir því
Heimasíðugerð í tölvufræðinni
Málstofa í Aðferðarfræði
Kær kveðja, Frunsbjörg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband