4.12.2006 | 18:08
Lesing all day long
Stress er diet, það er gott.
Á morgun þarf ég að...
Fara með bílinn á versktæði kl 8:00 AM
Fara með stóðið í klippingu kl 14:00 PM
Lokahnykkurinn á próflestri fyrir Aðferðafræðina
Verst að límið í heilanum mínum er ekki að virka nógu vel. Tímaeyðsla að lesa yfir heila blaðsíður og muna svo ekkert hvað stóð á henni. Er samt ekkert ógurlega smeyk við fall. Hlýt að geta grautað einhverju niður á blað.
Aðferðafræðiprófið á miðvikudag
Fjárhagsbókhaldspróf á föstudag
Stærðfræðipróf á mánudag
Fjölmenningarpróf á miðvikudag
Og þá er þetta bara búið.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 22:31
Bjakk
Var boðið í "kaffi" og með því heima hjá Írisi mágkonu. Fínar hnallþórur þar á borðum ásamt dýrindis smákökum. Svo að ég fór með börnin þagnað og lét þau troða sig út af kökum og kallaði það svo bara kvöldmat. Takk fyrir okkur Íris.
Rassatinn þarf á verkstæði. Grunar að bremsurnar séu eitthvað klikk. Best að láta kíkja á það fyrir suðurferð.
Yfir og út!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 00:07
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag,
Hún á aaaaaaaaaaafmææææææææææli hún Solla
Hún á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn honní!
Komið verulegt prófstress í mig. Sit yfir bókfærslunni með tebolla í hönd og svitna. Afhverju er ég búin að gleyma einföldustu hlutum eins og afföllum af skuldabréfum?!? Ég held að höfuðið á mér sé að brenna yfir. Mikið verð ég fegin þegar þessi próf eru búin. Mikið verður gott að komast í frí!! Það er ekkert grín að vera svín á fyrstu önn í háskóla.
Sit hér og syng "cannot play with madness" við sama lag og "can I play with madness" með Iron Maiden og unglingnum finnst það lúðalegt. Hún tjáði mér það að þetta væri tónlist fyrir fólk á hennar aldri og harðneitar að trúa því að mamma hennar hafi nú einu sinni verið mikill aðdáandi Iron Maiden, AC/DC og fleiri hljómsveita í þeim dúr. Ég er hreinilega bara allt of gömul.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2006 | 18:10
Bæjarferð
Plan kvöldsins er að taka smá kríu og læra svo fullt af bókfærslu þegar börn eru komin í ró og dunda við hana eitthvað fram eftir nóttu.
Ég finn skítalykt og það þýðir að bloggið verður ekki lengra að sinni.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 23:42
Á alvarlegu nótunum
Sjálfri hefur mér hvorki verið nauðgað né hef ég verið misnotuð kynferðislega, en ég fékk svo sannarlega að upplifa heimilisofbeldi fyrir nokkrum árum síðan. Ég hafði ekki einu sinni rænu á að losa mig úr þessu sjúka sambandi fyrr en ég komst að því að maðurinn minn var að misnota dóttur mína. Síðar komst ég líka að því að maðurinn minn hafði nauðgað konu. Þessi maður eins og svo margir aðrir slapp við dóm, bæði nauðgunar sem og misnotkunar. Ekki vegna þess að hann var saklaus, því það er hann svo sannarlega ekki, heldur vegna þess að það er sárgrætilega erfitt að sanna svona hluti. Meiri hluti þessara mála er felldur niður og fórnarlömbin hljóta aldrei uppreisn æru.
Heimilisofbeldið er lúmskt fyrirbæri. Ég var mjög sjálfstæð ung kona þegar ég fór í þetta samband. Áður en ég vissi af var ég orðin skugginn af sjálfri mér og gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því. Ég trúði því að ég væri heimsk, ljót og feit. Ég trúði því að þegar ég fékk á kjammann eða var rökkuð niður með munnlegu ofbeldi að ég ætti það fyllilega skilið og að ég gæti sjálfri mér kennt um þar sem ég hafði nú verið að rífa mig. Það var ekki fyrr en ég var send í kvennaathvarfið með alla krakkastrolluna í kjölfar mála dóttur minnar, sem ég gerði mér grein fyrir því hversu lítið var eftir af mér. Þarna hófst líka uppbyggingin aftur.
Í dag hef ég aldrei verið eins sátt í lífinu. Ég veit nákvæmlega hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Ég er aftur orðin sterka ÉG og verð aldrei brotin niður aftur. Ég á mig sjálf.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 17:33
Fullveldisdagurinn
Á morgun förum við fjölskyldan og ætlum að horfa á þegar kveikt verður Í jólatré Akureyrarbæjar, jafnvel skoða jólahúsið ef ég verð ekki of stressuð vegna prófa. Svo er planið að skella sér á Bláu könnuna og fá sér kakó og með því. Ætla að reyna að nýta tímann með ormunum eins vel og ég get í aðventunni þar sem ég verð án þeirra um jólin.
Áfram með lesturinn!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 21:41
Tónleikar
Datt það snjallræði í hug að láta ungling skipta um herbergi við systur sínar þegar heim var komið og skellti mér í verkið. Hefði betur getað sleppt því. Kojurnar vildu ekki gegna þegar ég hugðist færa þær og ég fann hvergi sexkantinn sem á að losa þær í sundur. Náðir eftir mikið bölv og bras að græja þetta og þá fannst sexkanturinn auðvitað um leið.
Langar í sveittan hamborgara!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 12:22
Kjóll
Var annars að skoða áfangastaðir og hvað er hægt að gera á hverjum stað fyrir sig og rak þá augun í rómantíska sundferð með gæfum gaddaskötum á Grand Cayman. Mælt er með þessari ferð en fólk vinsamlegast beðið um að passa sig á halanum. Ætti ég?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2006 | 12:47
Morgunstund gefur gull í mund
Fyrsta stopp er herbergi Írisar og Karenar og eru þær ræstar. Því næst er unglingurinn ræstur, venjulega við lítin fögnuð. Svo hefst kapphlaupið á klósettið þar sem allir reyna að verða á undan unglingnum inn á bað, því að Guð einn veit hversu langan tíma hún mun taka sér í að dást að spegilmynd sinni á meðan allir aðrir þurfa að bíða í hvínandi spreng.
Morgunverður er næstur á dagskrá. Hér eldar húsmóðirin/bóndinn ekki hafragraut svo að yfirleitt er í boði amerískt morgunkorn, ósykrað þó. Yfirleitt byrja Íris og Karen á því að rífast um hver eigi að fá sér fyrst á diskinn. Rökin sem beitt eru t.d. þau að önnur hafi fengið sér fyrst í gær o.s.frv. Yfirleitt þarf húsmóðir/bóndi að skakka leikinn þarna. Rimman er þó ekki búin því að Íris er óvenju söngelskt barn og því sífellt sönglandi. Það fer mikið í taugarnar á systrum hennar og upphefjast mikil mótmæli við fyrsta söngtón. Hinsvegar er Íris einstaklega hrekkjótt barn líka (skil ekki hvaðan hún hefur það) og því fer því síður að söngtónarnir hætti að streyma úr hálsi hennar. Hinsvegar lækka þeir all verulega svo aðeins þær pirruðu heyri en ekki húsmóðir/bóndi sem þá myndi stöðva einsönginn. Morgunverður rennur sitt skeið með nokkrum "hættu að glápa á mig", "viltu vera kjurr með lappirnar", "láttu mig í friði" og fleiri sígildum frösum.
Því næst tekur húsmóðir/bóndi sig til við að kemba stóðinu. Hér eru allir sem eru kvenkyns undir 11 ára aldri með mittis sítt hár og því tekur það sinn tíma. Þó prísar húsmóðir/bóndi sig sæla að þessar kvenkyns verur undir 11 ára aldri eru ekki hársárar og því gengur þetta betur en ella.
Liðinu er skipað að halda fram í forstofu og klæða sig í útiföt. Það gengur yfirleitt vandkvæðalaust en þó geta orðið þar smá pústrar, aðalega vegna þess að forstofan í íbúðinni okkar er ekki mjög stór.
Síðast en ekki síst er örverpið klætt og skellt á leikskólann og húsmóðir/bóndi getur tekist á við amstur dagsins í hvaða formi sem það kemur.
Eigið góðan dag.
P.s. sonur minn sá rauða Mustang bifreið niður á Glerártorgi í gær og heimtaði hana í jólagjöf. En þar sem brumminn kostar litlar 4.6 millur þá verður víst líklega ekki af því í ár.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2006 | 12:44
Minna pirruð
Í dag rignir á Akureyri. Það þýðir væntanlega að það er farið að vora.
http://www.ozbizz.com/humour/acdc.wav <------- Fæ aldrei leið á þessu. Manngarmur að reyna að stafa AC/DC.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)