Jólasveinar 1 og átta

"Mamma, Helga segir að jólasveininn sé bara mömmur og pabbar".
Og þar sem barnið verður nú 9 ára þótti mér vera komið að stund sannleikans. Núna er bara einn sem trúir fyrir utan mig sjálfa það er að segja.
Stærðfræðiprófið verður tvísýnt. Gæti alveg hafa náð en svo gæti ég líka alveg hafa ekki náð. Hef ekki grænan grun um það. Veit allavega að ég er illa haldin af logaritmablindu.
kl 16:00 á miðvikudag er ég búin. Ohhh glorí glorí halelúja!
Ohhhh hvað það verður gott að liggja á sólbekk og drekka pina colada eftir tæpar 2 vikur.

Þriðja og næstsíðasta

prófið kl 14 í dag. Stærðfræði ógnin ógurlega. Hér sit ég og reikna fram að síðustu mínútu og reyni að bjarga mér fyrir horn. Vika þar til að ég fér suður og nóg af verkefnum framundan.
Steini! Vertu velkominn heim í kuldann og vosbúðina.

14 tíma lærdómstörn í dag

og ég er gjörsamlega búin. Annað eins á morgun, jafnvel meira. Óhhhh bara örfáir dagar eftir og þá verður þetta búið. En svo getur allt eins farið að maður þurfi að taka skólaskruddurnar með sér til Þórðar ef illa fer.
Ætla svo að detta rækilega í það um næstu helgi!

Upp á stól....

Stekkjastaur kemur í bæinn á aðfararnótt þriðjudags og þá verður kátt í bæ. Reyndar eru dætur alveg á því að kvöldið í kvöld sé sá tími. Góð tilraun en þrátt fyrir að móðirinn sé utan við sig vegna próflesturs þá virkaði þetta samt ekki.
Stærðfræðin á núna hug minn allan. Annað próf sem er tvísýnt með. Efni annarinnar jafngildir 4 önnum í menntaskóla og því er mikið sem þarf að fara yfir.

Léttir

Held ég sé ekki fallin á prófinu sem ég tók í dag, en svo veit maður aldrei. Vorum að fá einkunn fyrir ógeðisverkefnið í aðferðarfræðinni. Rannsóknarverkefni um gengi íslensku krónunnar og áhrif þess á hlutabréfamarkað hérlendis og fengum hvorki meira né minna en 8,5 vúhú!!!
Næst á dagskrá er stærðfræðipróf á mánudag. Þetta mjakast.

Mamma mín

Úfff! Sit hérna skjálfandi af stressi. Framundan er 4 klukkutíma próf í fjárhagsbókhaldi og mér finnst ég vera illa undirbúin undir það. Svo hjálpar það ekki að yfirleitt er 30% fall í áfanganum.
Krossið putta fyrir mig.

Óþægilegt símtal

Rétt eftir 9 í morgun hringdi gsm síminn minn með látum. "Já halló er þetta Hulda?". Ég svaraði og sagði að Hulda væri ekki í þessu númeri. Smá hik á línunni áður en konan sagði "já nei ég átti við, er þetta Guðbjörg?". Ég svaraði að ég væri hún. Konan sagði þá með strangri röddu "já þú áttir að mæta í próf í morgun". Í nettu sjokki fór ég að fara yfir próftöfluna í huganum. Gat það verið að ég hefði gleymt einu prófi? Ég stundi upp úr mér "Ha?". Konan á línunni sagði, "já þetta er hér í menntaskólanum á Ísafirði og þú mættir ekki í prófið í morgun". Mikill léttir fór um mig alla og um leið gífurleg undrun. Ég tjáði þessari góðu konu að ég hefði nú skráð mig til náms í vor, ekki borgða innritunargjöldin, ekki setið einn einasta tíma, né tekið eitt einasta hlutapróf og væri þar að auki í fullu námi í HA. Og þar með náði það símtal ekki lengra.
Mér er samt spurn, þarf maður ekki að hafa öðlast próftökurétt áður en maður er boðaður í próf? Eða allavega í það minnsta hafa borgað skólagjöldin? Mér finnst þetta frekar skondið.
Í dag er dagur bókfærslunnar. Hér verður setið við borð fram á nótt og svo munu nemar fyrsta árs viðskipta og raunvísindadeildar háskólans á Akureyri þreyja próf í fjárhagsbókhaldi klukkan nákvæmlega 14:00 að staðartíma á morgun.
Rassatinn minn fær hvorki bón né djúphreinsun í jólagjöf þessi jólin. Hann er í ónáð og veskið er í fýlu við hann.

Hoppandi tindabykkjur frá Grindavík

Rassatinn kominn af verkstæði. Reikningurinn hljóðar upp á litlar 62þúsund krónur. Skipta þurfti um bremsuklossa, bremsudiska og einhverja spindilkúlu. Veskinu mínu svíður.

1 down 3 to go

Búin með aðferðarfræðina og tók hana í nefið. Prófið var eiginlega bara skítlétt og þurfti ég bara að nota klukkutíma af þessum 3 í skriffinnsku. En betur má ef duga skal því á föstudag er bókfærsla.

Það er bara svona

Rassatinn ennþá á verkstæði. krakkarnir komnir með jólaklippinguna. Ég búin að kaupa skitutöflur fyrir ferðina. Próf klukkan 9 í fyrramálið og ég er stressuð. Borðtölvan komin af verkstæði, straujuð og fín. Dimmt og drungalegt úti. Jólin eru að koma.

Stolið af Sollu bloggi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband