17.12.2006 | 12:15
Laugardagskvöld
Leikhúsið var skemmtilegt. Byrjaði á því að fara inn á salernið í leikhúsbyggingunni þar sem Anna Lóa skeindi mig. Skemmtileg fyrstu kynni það. Svo hófst sýningin sem var fyndin en jafnframt mjög hrottafengin. Við sátum á fremsta bekk og frussið gekk yfir okkur þegar leikurunum var mikið niðri fyrir. Það var hinsvegar mjög hentugt og athyglivert að vera á fremsta bekk þegar leikararnir tættu sig úr görmunum og stóðu svo þarna fyrir framan okkur á fæðingargallanum. Ég sá tippi. Fórum út að borða, það var gott. Fórum heim til Önnu Lóu og sátum þar til klukkan gvöð má vita hvað áður en við skröngluðumst í bæinn "duck style". Skröngluðumst svo aftur heim til Önnu Lóu eftir bæjarrápið þar sem ég hékk hálfsofandi á öxlinni á Sollu. Eignaðist nýja bestu vinkonu. Hún hélt ég væri á aldrinum 25-28, verst að ég man ekkert hvað nýja besta vinkona mín heitir.
Jólasveinninn hefur greinilega líka verið að djamma í nótt og aðeins gleymt sér því skór heimilisins voru tómir í morgun. Það var svo sem ekkert mikil sorg yfir því. Ég sannfærði liðið um að honum hefði eflaust seinkað og myndi redda þessu við fyrsta tækifæri, sem hann er búinn að gera.
Í dag er dagur pakksins. Til hamingju pakk.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2006 | 05:42
Fullur
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 11:10
Mandarínur
Svona til viðbótar þá gengur örverpið um þessa dagana og tilkynnir öllum að hann heiti Jóha Hór Júlíuson.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2006 | 20:49
Föstudagur
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2006 | 13:56
Urrrr
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 21:02
Gullhamrar?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 14:04
Jólastúss
Laugardagurinn fer í skrall. Solla, Anna Lóa og ég sjálf ætlum í leikhús að sjá Herra Kolbert. Svo er planið að fara út að borða og svo ef stemming er fyrir þá verður kíkt á skrall. Veit að Sálin er að spila í Sjallanum svo það er aldrei að vita nema að maður skelli sér þangað.
Sunnudagurinn fer í að ná heilsu og halda smá jólastund með ormunum. Mánudagurinn fer í að leggja lokahönd á pakkeríð.
Ég tel það líklegt að það verði engin jólakort frá mér í ár. Sýnist ég ekki hafa nokkurn einasta tíma til að útbúa og skrifa þau.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2006 | 16:30
VÍHAAAAAAAAAAAAA
Er í vandræðum með örverpið. Hann vill opna alla pakka sem ég er að pakka inn. Frekjupjakkur sem er ekki alveg að fatta að það eru ekki allir pakkar fyrir hann.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 14:18
Hausverkur.is
Er að lesa Geert vin minn Hofstede og Market Leader fyrir próf morgundagsins. Það verður um 2 tíma langt og á þessum 2 tímum þurfum við að skrifa ca 2000 orð á ensku. Ég sé fram á skrifkrampa.
Svo fer ég og læt fiffa á mér hárið að morgni fimmtudags og er svo með afmælisveislu síðar um daginn. Pizzubakstur og skúffukaka þann daginn með nokkrum 11 ára ærslabelgjum.
Á laugardaginn verður sko tekið á því! Solla er búin að bjóða mér í leikhús og planið er að fara út að borða, leikhús og svo skrall.
Jóli kom og gaf í skóinn á þessum bæ í nótt. The non believers fengu glansmyndir og sá stutti sem er ennþá ofsa hamingjusamur með eplið sem jóli gaf honum um daginn, fékk sebrahestasprellikall. Reyndar fannst honum alls ekki við hæfi að hafa skó út í glugga og skildi ekkert í þessum sóðaskap. Jóli er flottur.
Í mig vantar allt jólaskap.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)