7.1.2007 | 19:16
Merkilegt..
Morgunmatur: Afgangshangikjöt með afgangs uppstúf, baunum og rauðkáli, malt og appelsín.
Hádegismatur: Afgangshangikjöt steytt úr hnefa og afgangshangikjötssamloka, malt og appelsín.
Kaffitími: Afgangshangikjötsamloka, malt og appelsín.
Kvöldmatur: Afgangshangikjötsamloka, malt og appelsín, mandarína.
Kvöldkaffi: Örugglega afgangshangikjötsamloka.
Skil ekkert afhverju ég er uppbelgd og leysandi vind í gríð og erg? Sem betur fer á ég núna boxaraheilsugrill og þar munu kjúllabringur og lax krauma næstu vikurnar. George Foreman er flottur karl.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 13:47
Meine blogg bist bilað
Búin að fá ógeð á hangikjöti.
Er ennþá með logaritmablindu en það er í lagi því ég kann flest hitt.
Var að dunda mér við að skoða sólarlandaferðir á netinu í gærkvöldi. Langar pínu lítið að fara með ormana út. Ekki væri verra ef nokkrar kellur tækju sig saman með ungana sína og við færum saman. Mæður á daginn, sex godesses á kvöldin múhaha. En líklega endar maður bara í Svíþjóð.
Læra!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2007 | 14:28
Þrettándinn
Annars er spáð 32 stiga frosti hér á AK á þriðjudag. Smá munur á hitastiginu frá því í vikunni áður.
Hver vill koma og festa upp gardínustangir fyrir mig? Nenni því ómögulega sjálf og er farið að langa að hafa aðeins heimilislegra hér.
Var að horfa á skaupið og það var nú ekki alslæmt. Aðeins súrara en venjulega og orkuveitulagið var fínt. Vorkenndi samt skrattanum, helv Bubbi að stela öllum afmælisgestunum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 13:08
Tólftinn
Hér má sjá mynd af banönum í þvotti. Einn ameríkaninn hvíslaði að mér "this water looks filthy" Ég samþykkti það. Þá sagði kaninn "I must remember to wash my bananas before I eat them from now on!". Ég benti viðkomandi á það að það væri líklega óþarfi þar sem hann hýðið væri tekið af fyrir átu. Rökhugsun er ferlega handhæg.
Þrettándinn á morgun. Best að versla sér hangikjet.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 16:47
Afmælisdinner
Þurfti að skafa frostrósir af bílrúðunni í dag. Hef líklega ekki náð að taka veðrið með mér.
Sjúkrapróf í stærðfræði á mánudaginn og ég er bara bjartsýn. Komin á kaf í skruddur og búin að öðlast skilning á mörgu sem ég hafði ekki áður ójá.
Fékk 8 fyrir Hofstede ritgerðina mína og er sátt.
Svo í lokin fyrir þá sem vita ekki afhverju ég kalla bílinn minn Rassatinn. VW er með á markaðnum bíl sem nefnist VW Bora, því hef ég dregið þá ályktun að þeir hafi gert villu þegar þeir settu VW Passat á markað og hann hafi í raun átt að vera VW Rassat í stíl við Boruna.
Læra meira.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 00:06
Frumburðurinn
Er 15 ára í dag 4. janúar. Til hamingju með daginn Drési minn.
Er ekki að trúa því að ég eigi 15 ára gamalt barn. Hvað gerðist eiginlega?
Fermingarmyndin sem henni er nú þegar farið að verða illa við múhahhaha.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 07:27
Ísland gamla Ísland
Komnar myndir í albúmið.
*UPDATE*
Komin alveg heim núna. Ferðalagið heim á leið er búið að taka vel rúman sólarhring. Júlli og afkvæmi töfðust um klukkutíma og því náði ég að sofa í rassatinum í Brú. Var orðin svo syfjuð að mér fannst eins og ég væri að keyra um á grændoppóttum sebrahesti og þegar ég kom niður af Holtavörðuheiðinni gat ég svoleiðis svarið það að það labbaði 2 metra hár bleikur hamstur yfir veginn.
Öxnadalsheiðinn tók á móti mér með éljagangi og þurftum við að keyra fetið.
Ó hvað það er gott að faðma að sér ormana, hef aldrei verið svona lengi frá þeim áður.
Í flugvélinni settist við hliðina á mér Finninn Jeppi eða Jetti. Náði ekki alveg hvort hann hét. Vorum að ræða nafnaraunir okkar á milli. Ég lenti í töluverðu áreiti vegna nafnins míns. Fólk hváðu, flissaðu eða fórnaði höndum þegar það heyrði eða las það. Kannski ekki skrítið þar sem Gudbjorg hljómar eins og æluhljóð á engilsaxneskunni og þegar Hjartardottir var bætt við þá fékk fólk bara illt fyrir hjartað. Jeppi eða Jetti (Hikkalappalánen?)hafði fullan skilning á því sem ég hafði gengið í gegnum.
Farin í hamborgara til Palla og Írisar.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Komin heim á klakann. Sæunn var mætt stundvíslega klukkan allt of snemma út á Leifsstöð til að sækja mig. Tollverðir skemmtu ser konunglega við að gramsa í skítugu nærbuxunum mínum á 3 flugvöllum af 4 sem ég hef heiðrað nærveru mína með síðasta sólarhringinn. Greyið þeir.Legg af stað heim til Akureyris klukkan 10 og hef ekki tíma til að heimsækja einn eða neinn. Hirði krakkana upp í Brú og fer HEIM. MITT rúm, MINN sófi, MÍN tölva, MITT drasl, MITT!Er draugúldin og grútsyfjuð og mér er líka skítkalt.Later.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 13:42
Gledilegt nytt ar
Her var margt um manninn i gaerkvoldi. For og show her um bord med syngjandi grinista. Hann fekk mig til ad hlaeja, enda breskur. Fekk mer Mango Tango eins og Maria var buin ad dasama, NAMM! Fekk vidurstyggilega vont kampa/freydivin. Skreid upp i rum i kringum midnaetti ad stadartima sem var kl 6 ad morgni ad isl. tima, svo eg for ekkert allt of snemma ad sofa.
I fyrramalid er svo komid ad heimferd. Farid ad hlakka mikid til ad sja ungana mina. Jolin verda haldin 6. jan heima hja mer og tha verur snaett skitkalt hangikjet med hefdbundnu medlaeti. Svo a eg lika jolapakka heima hja mer viiiiiiiiiiii.
Snubbott og omerkilegt blogg, farin ut ad njota solargeislanna adur en eg kem heim i hraglandann.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2006 | 12:43
Sjomannslif o sjomannslif
Verd komin til Miami snemma a thridjudag ogog flyg heim til Islands fra Orlando seinni partinn.
Gledilegt ar allir, sakna ykkar helling.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 12:40
Aruba baby yeah
Erum ad sigla i hofn i Aruba. Horfi her ut um gluggann og se taeran sjo, hvitar strendur og helling af palmatrjam. Otrulega fallegt.
Plan dagsins er ad...
Skella ser a jetski
Drolla sma a strondinni
Kikja i budir
Hafa thad nadugt
Meira af thvi i kvold, eda nott hja ykkur.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)