13.1.2007 | 19:37
Aumingi
Búin að liggja eins og klessa í rúminu í dag, skjálfandi með beinverki. Yndislegur laugardagur bara. Sem betur fer ætlar Greifinn að elda fyrir mig kvöldmatinn og mun koma með hann hingað heim að rúmstokk innan fárra mínútna.
Hef verið að vafra um leyndardóma einkamála.is í leit að hinum fullkomna lífsförunaut. Það sem er í boði eru bólugrafnir unglingspiltar sem vilja eina reynda, karlmenn á aldur við föður minn, heill helvítis hellingur af giftum köllum og síðast en ekki síst fíflin. Mér hefur nú samt tekist að finna draumaprinsinn þarna inni og hér er er mynd af honum...
Hann ku vera vel hanginn, tilfinningatýpa sem þorir að gráta, fjúkandi ríkur (á flottari ipod en nágranninn) og síðast ekki en síst þá setur hann það ekki fyrir sig þó að ég sé útjöskuð móðir 4 barna. Hvað þarf maður meira?
Vil samúð því ég er lasin.
Smá viðbót...
reyndar er ein undantekning en það er þessi frábæri tónlistar og textahöfundur að nafni Brylli... sannkölluð goðsögn og herramaður fram í fingurgóma. Sjá link hér til hliðar.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 12:06
Pirruð
Vaknaði við yndislegan rifrildissöng Karenar og Írisar klukkan allt of snemma eftir andvökunótt með vælandi veikum Jóhanni og er því pirruð. Því þykir mér tilvalið að skrifa niður pirrings lista svona svo að fólk sem þekkir mig og vill halda áfram að þekkja mig geti haft hann til hliðsjónar.
Mér leiðist nöldur og tuð.
Mér leiðist afskipta og smámunasemi.
Mér leiðist sérlega mikið þegar fólk er óheiðrarlegt og getur ekki komið hreint fram við mig.
Mér leiðist tilætlunarsemi.
Mér leiðist langrækni.
Mér leiðist baknag.
Mér leiðist stjórnsemi.
Mér leiðist fólks sem setur upp lista yfir það sem því leiðist.
Solla búin að bjóða mér á skemmtilegasta og besta þorrablót norðan Alpafjalla (að hennar sögn) síðar í mánuðinum. Hlakka mikið til og vonani verð ég orðin afpirruð fyrir þann tíma.
Drakk að sjálfsögðu ekki hvítvínið í gærkvöldi en á það þá bara eftir.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 18:07
Föstudagskvöld
Viktoría búin í krabbaskanninu, engin krabbi en innilega til hamingju með brjósklosið rassarófan mín.
Á fríhafnarhvítvín inn í ísskáp og þar sem Sæunn og Skúli eru endalaust að tuða í mér hversu ómenningarleg ég sé í víndrykkjunni var ég jafnvel að spöglera í því að fá mér eitt glas í kvöld. Það er að segja ef ég tími að opna flöskuna.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 13:16
Fuck og shit og crap!
Föstudagur í dag, barnaafmæli Írisar á morgun.
Mig vantar almennilega tösku undir tölvuna og skóladótið.
Búin að sprikla alla daga vikunnar og vigtin hefur flogið niður um 2 kg sem er bara fínt.
Ekki ennþá búin að festa upp gardínustangir hjá mér og Drésa.
Ekki ennþá búin að fara með ferðatöskur niður í geymslu.
Ekki ennþá búin að gera fullt af hlutum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 20:51
Dojojong
The end.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 17:38
Bojojong
Fór í Pennann í dag til að athuga með skólabækur. Meðalverð bókar er um 6500 krónur svo ég snarhætti við kaupinn og ætla í víðtæka leit um internetið að þeim í staðinn. Veskinu mínu er búið að verkja mikið síðustu mánuði og nú er kominn tími á að lina kvalir þess.
Er alvarlega að íhuga Spánarferð í sumar. Kostar 300 þús. að fara í pakkaferð fyrir okkur öll í 2 vikur með ferðaskrifstofum frónbúa en ef ég myndi kaupa flug út og leigja sumarhús/íbúð þá lækkar kostnaðurinn um næstum helming. Sem er örlítið meira en ef ég færi með stóðið til Costa del Hörby.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 12:51
Ég vann
Fékk ævisögu Jóns Gnarrs í jólagjöf og er að lesa mig í gegnum hana. Fín bók sem er bæði fyndin en jafnframt pínulítið sorgleg. Heppna ég að vera ekki mamma hans.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 13:10
Frunsa III
Skólinn byrjaði formlega í dag og þá þarf maður að fara að punga út fyrir fokdýrum bókum. Kúrsar annarinnar eru markaðsfræði, rekstrarhagfræði, rekstrarstjórnum, tölfræði og ársreikningar. Er alvarlega að spá í að svissa yfir í markaðssérsvið af fjármálasérsviði. Þarf að skoða þetta betur þó.
Ekki stigið inn í ræktina í 2 mánuði en nú dugar ekkert droll lengur. Hef safnað á mig 3-4 mjög svo óvelkomnum kílóum eftir flutning til Frunsureyrar og þau skulu fá að fjúka. Gulrót og vatn og 4 klukkutímar á hlaupabrettinu daglega. Einhver memm?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 15:38
Mamma hættu að syngja ég er með hausverk
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 00:45
Afmæli enn og aftur
Fyrir 9 árum síðar ól ég af mér stúlkubarn klukkan 7:10 að morgni og hlaut hún nafnið Ingibjörg Íris, oftast þó nefnd Íris svona dags daglega. Verður að sjálfsögðu haldið upp á það um helgina og ykkur er auðvitað öllum boðið. Afmælisbarnið er búið að panta appelsínugult kjöt í matinn, öðru nafni lærisneiðar í raspi.
Til hamingju með daginn rumputuskan mín.
Stærðfræðipróf klukkan 9 am og það er ekki séns að ég nái því ekki. Búin að læra, farin að sofa.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)