3.4.2007 | 09:16
Viltu kaupa páskasól
Brakandi blíða enn og aftir hér á norðurlandinu. Mælirinn sýnir 10°C og klukkan er rétt rúmlega 9 að morgni. Heiðskýrt og sólin vakti mig með geislum sínum núna í morgunsárið.Keypti páskaegg fyrir afkvæmin í gær og þarf núna að hlusta endalaust á son minn segja að honum langi svo mikið í páskaegg. Hann meira að segja nefndi það áður en að hann var almennilega vaknaður í morgun. Hann er fremur geðvondur yfir þessu öllu saman og reyndi að bíta systir sína í höfuðið sem segir hann vera vondann. Hann þvertekur fyrir það og segist vera góður með ströngum mömmu róm.Dagurinn í dag er tileinkaður kafla 4 og kafla 5 í tölfræðibókinni minni. Bíllinn fær líka smá dekur líka, enda svo haugskítugur að það má varla sjá hvernig hann er á litinn greyið.Lambalærleggur er farinn að þýðast fyrir páskadaginn, Steini og örverpi væntanlegir á næstu dögum, afkvæmin orðin spennt og allt í lukkunnar vel standi.Lífið er bara alveg ágætt þessa dagana.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning