1.4.2007 | 19:32
Dymbilvika
Páskarnir rétt handan við hornið. Veðurblíðan í dag og í gær hefur þó villt um fyrir manni svo maður gæti haldið að 17. júní væri að renna í garð. Eyddi deginum í dag líka í sundlaug og er bara komin með þennan fína lit.Von er á gestum en Steini og sonur ætla að eyða páskunum með okkur. Við Steini ætlum svo að spæna á papaball í Sjallanum á laugardeginum og sýna norðlendingum hvernig á að skemmta sér. Súkkulaðiát, lambalærisát, sundhangs og annarskonar hangs og jú lærdómur er á dagskránni.Fór annars aftur óvart út í gærkvöldi og nei ég er ekkert að verða einhver djammdrottning, eftir næstu helgi er komin löng pása. Okkur Katrínu leiddist sem sagt báðum heima í gærkvöldi og því varð ákveðið að skella sér bara á pöbbarölt. Græni hatturinn og Kaffi Akureyri urðu þess heiðurs aðnjótandi að því dönsuðum í þeirra húsakynnum. Fínasta kvöld bara.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning