8.4.2007 | 21:33
Ofvirkar kirkjuklukkur Glerárkirkju
Ég er ekki frá því að hringjaranum í Nortre Glerárkirkju finnist svolítið gaman í vinnunni sinni. Allavega er hann búinn að vera nokkuð duglegur við hringingar frá því að ég flutti hingað til Akureyrar á haustmánuðum. Gæti líka hugsast að hann sé á einhverskonar magn taxta eða þá að honum finnist bara ofsa gaman að róla sér í bjöllustrengnum. Allavega finnst mér kirkjuklukkunum vera hringt ansi og stundum óþarflega oft.
Dagurinn í dag er búinn að fara í afslapp og heilsueflingu eftir innbyrðingu göróttra drykkja í gærkvöldi og nótt og paparnir klikkuðu ekki. Sund í Hrafnagilslaug í rúma 2 tíma, lambalærisát, ísát og hin árlega hefð að ræna súkkulaði af börnunum hafa gert daginn einstaklega ánægjulegan.
Gleðilega páska allir sem einn.
Dagurinn í dag er búinn að fara í afslapp og heilsueflingu eftir innbyrðingu göróttra drykkja í gærkvöldi og nótt og paparnir klikkuðu ekki. Sund í Hrafnagilslaug í rúma 2 tíma, lambalærisát, ísát og hin árlega hefð að ræna súkkulaði af börnunum hafa gert daginn einstaklega ánægjulegan.
Gleðilega páska allir sem einn.
Athugasemdir
Ég las þetta "blúndustrengur, götóttir drykkir og Hrafnistulaug" og hélt þú hefðir lent á sjens með Sylvíu Nótt og Skara Skrípó á árshátíð Hrafnistu. Þarf að pússa glerauvun. Lovjú.
Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.