Hinn langi föstudagur

Mikið ógurlega þótti mér þessi dagur leiðinlegur þegar ég var barn. Núna er hann kærkominn leti- og afslappelsisdagur með ormunum mínum.

Steini litli og Bjarki litli koma svo hingað í dag og þá verður kátt í koti. Ekki seinna vænna að kynna Írisi fyrir tengdasyninum sem ku víst vera óttaleg kelling samkvæmt föðurnum.

Er byrjuð að fara að huga að próflestri. Enda rétt mánuður í prófin og því fyrr sem maður kemur sér að verki því betra. Verð eflaust bæði geðstirð og leiðinleg á næstu vikum en það mun lagast aftur ég lofa.

Papaball á laugardaginn víha!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Missi ég af Papaballi??? Æ æ ... þetta eru skemmtilegustu böllin finnst mér, ásamt Svörtumfötum-böllum. Góða skemmtun, dúlla, og hafðu það gott um páskana!!!

Skilaboðunum til Veigu hefur verið komið áleiðis!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert aldrei leiðinleg. Það er bara þannig. Lovjú.

Hugarfluga, 6.4.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband