18.3.2007 | 16:59
Áfram Latibær og Arsenal
Sunnudagur í dag hefur mér verið tjáð. Hið besta mál og ég er ekki einu sinni búin að klæða mig í dag eða hafa mig til á nokkurn hátt. Úti er leiðindarveður og því skellti ykkar ástkæra ég, í eina skúffuköku sem er að bakast í þessum pikkuðu orðum.Sonurinn er búinn að horfa á Latabæjar diskinn sinn svona ca 6 sinnum í dag og eins og svo oft áður fyllist hjarta mitt af hlýju og þakklæti þegar ég hugsa til Magga Íþróttaálfs og Latabæjarmógúls. Yndislegt að þurfa ekkert að ala þessi börn upp lengur.Sæunn vinkona mín í firði hafna heldur því fram á blogginu sínu, að fótboltagláp sé eingöngu eitthvað sem karlmenn stunda af mikilli áfergju. Ég vil endilega leiða hana af villu síns vegar og minna hana á að bæði ég og Gerður erum harðar fótboltabullur af kvenkyni. Kannski spurning mín kæra Sæunn að bjóða þér að vera með okkur þegar við horfum saman á leik. Það er stuð og oft á tíðum mjög hávært.Með bestu kveðju,Guðbjörg Gunner.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning