23.1.2007 | 14:28
Vor, nei ég meina hor
Allir með hor og hósta á Akureyri þessa dagana nema ég. Flensuvertíðin í hámarki og það má vel greina á fjölförnum stöðum þar sem má heyra fólk sjúga upp í nefið og hósta. Hér eru 2 grísir heima.
Það er von fyrir hagfræðina, mér finnst nefnilega rekstrarhagfræðin alveg ágætlega skemmtileg en þjóðhagfræðin er það hinsvegar alls ekki.
Þurfti að æða með Írisi upp á slysó þegar ég kom heim úr skólanum. Stelpurassinn var búin að skera sig og þurfti að sauma nokkur spor í olnbogann hennar. Nú labbar hún eins og krókódíll hafi bitið stykki úr handleggnum, sárþjáð í stíl við fyrirferðarmiklar umbúðirnar.
Er komin í fitness keppni við Sæunni, hvor okkar verður undan að fá þvottabrettamaga?!?
Það er von fyrir hagfræðina, mér finnst nefnilega rekstrarhagfræðin alveg ágætlega skemmtileg en þjóðhagfræðin er það hinsvegar alls ekki.
Þurfti að æða með Írisi upp á slysó þegar ég kom heim úr skólanum. Stelpurassinn var búin að skera sig og þurfti að sauma nokkur spor í olnbogann hennar. Nú labbar hún eins og krókódíll hafi bitið stykki úr handleggnum, sárþjáð í stíl við fyrirferðarmiklar umbúðirnar.
Er komin í fitness keppni við Sæunni, hvor okkar verður undan að fá þvottabrettamaga?!?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning