18.10.2006 | 09:13
Ingólfur Arnarson and the gang
Unglingurinn er búin að vera að læra undir próf og í morgun rétt áður en hún stökk í skólann spurði hún mig hvenær land var numið fyrst á Íslandi. Ég svaraði að það hefði verið í kringum 870. Hún hélt nú ekki, það væri bara hér um bil næstum á sama tíma og Jesús og allir þeir voru til. Sautjánhundruð og eitthvað væri töluvert líklegri tala. Eins stundi hún upp úr skólabókinni á meðan hún las fyrir próf í gærkvöldi "Váhh marr hvað er að þessum flokkum á Íslandi, alltaf að klofna og alltaf verið að stofna nýja". Barnið farið að stúdera pólitík sem sagt.
Að öðru leiti er allt í lukkunnar vel standi hér. Verð barnlaus yfir jólin þar sem afkvæmin vilja yfirgefa móður sína og eyða jólunum vestur á Ísafirði í staðinn. Það verður skrítið.
Að öðru leiti er allt í lukkunnar vel standi hér. Verð barnlaus yfir jólin þar sem afkvæmin vilja yfirgefa móður sína og eyða jólunum vestur á Ísafirði í staðinn. Það verður skrítið.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning