6.10.2006 | 10:28
Rigningarsuddi og próflestur
Fara ákaflega vel saman að mínu mati. Ekkert góðviðri sem freistar manns og getur maður setið á sínum mjúka rassi með bók í hönd, án þess að líta upp við og við og mæna með löngun út um gluggann þar sem allir eru úti að leika.
Er laus við snúrur úr stofunni! Skundaði nefnilega inn í Bykó síðdegis í gær og bruðlaði í eitt stykki elektrólúx þurrkara. Hann var settur í vinnu um leið og búið var að planta honum upp á vörlpúl þvottavélina og er ennþá á fullu blessaður. Á meðan safnast saman myndarlegt hreinatausfjall sem ég þarf að koma mér í að ganga frá. Reyndar hélt ég að ég hefði verið búin að redda manneskju í þau leiðindarverk, en svo stakk sú manneskja bara af. Sumt fólk...!
P.s. Búin að bæta við myndum í nýjasta albúmið fyrir þá erum að bíða eftir þeim. Þar má meðal annars sjá Þórarinn, Ágúst og Bíbí.
Best að snúa sér að skræðunum.r
Hér er svo stærri mynd bara fyrir Þórð.
Þið eruð best.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning