16.9.2006 | 16:16
Old Trafford pizza
Á morgun mun mitt lið spila við Mansteftirjúnæted á þeirra heimavelli. Að vísu mun ég ekki geta horft á leikinn þar sem gaurinn frá símanum sem ætlar að koma með afruglarann minn er ekki ennþá mættur á svæðið. Hinsvegar pissaði ég smá í buxurnar þegar ég las þetta http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=39554 . Nokkuð viss um að tyggjóskrímslið sé búinn að setja pizzu á bannlista á sínum heimavelli af fenginni reynslu.
Mun að sjálfsögðu treyja mig upp þó svo að ég geti ekki horft á leikinn og auðvitað ætlar Arsenal að fara að pilla sér upp úr 17. sæti.
Fyrir þá sem engan áhuga hafa á pistlinum hér fyrir ofan að þá var ég að enda við að raka á mér lappirnar og er jafnvel að huga um að plokka augabrúnir ef ég nenni. Svo ætla ég að brjóta úr nærfötunum og viðra út á svölum svo ég þurfi ekki að gera það fyrir jólin.
Bless farin
Mun að sjálfsögðu treyja mig upp þó svo að ég geti ekki horft á leikinn og auðvitað ætlar Arsenal að fara að pilla sér upp úr 17. sæti.
Fyrir þá sem engan áhuga hafa á pistlinum hér fyrir ofan að þá var ég að enda við að raka á mér lappirnar og er jafnvel að huga um að plokka augabrúnir ef ég nenni. Svo ætla ég að brjóta úr nærfötunum og viðra út á svölum svo ég þurfi ekki að gera það fyrir jólin.
Bless farin
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning