Það borgar sig ekki að stela stundum

Einu sinni var ég 7 ára stelpuskott upp í sveit. Hjá okkur var strákur í vist sem fannst afskaplega gaman að gera mér lífið leitt. Einn daginn fékk strákpjakkurinn sendan pakka frá mömmu sinni og pabba sem var stútfullur af nammi og skemmtilegheitum. Og af því að strákpjakknum fannst gaman að gera mér lífið leitt þá borðaði hann sitt nammi með bestu lyst fyrir framan nefið á mér og var duglegur að gefa bróður mínum, sem þá var erkióvinur minn, með sér. Að sjálfsögðu þótti mér þetta afskaplega ósanngjarnt og tók því til minna ráða. Þegar tækifæri gafst laumaðist ég í kassann góða og hnuplaði dágóði magni af sætindum. Faldi mig svo með góssið inn í hænsnakofa og hóf veisluna. Innan skamms heyrði ég reiðilegar raddir foreldra minna kalla á mig. Úbbs ég vissi sem var að upp hafði komist og ákvað því að öruggara væri að lengja dvöl mína í hænsnakofanum. Mikil leit hófst að stórþjófnum mér, en ég var á góðum stað og ekkert á því að gefa mig fram til yfirvalda. Leið og beið og eflaust hafa liðið nokkir klukkutímar án þess að ég fyndist. Mig var farið að svengja og átti eftir eina karamellu og stakk henni upp í mig. Þá gerðist það! fyrsta tönninn datt! Jeij þvílík sæla! Ég var að verða fullorðin, loksins! Ég hljóp fram í sæluvímu til að monnta mig af þessum tímamótum, gjörsamlega búin að gleyma því að ég var eftirlýstur þjófur. Því miður voru aðrir fjölskyldumeðlimir ekki eins upprifnir af þessum tímamótum og voru bara frekar reiðir vegna afbrota minna og í staðinn fyrir klapp á koll og bros fullt af stolti þá fékk ég bara rassskell.
Boðskapur sögunnar er þessi, ekki stela sælgæti þegar þú ert með lausa tönn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband