Lúmska kvikindi

Í dag er laugardagur sem gjarnan er líka þekktur sem nammidagur. Það þýðir að herbergi Karenar og Írisar er eins og Hirosima daginn eftir sprengingu. Hér á bæ fær engin nammi fyrr en að herbergið er komið í mannsæmandi horf og ekki sé hægt að ruglast á því og öskuhaugnum. Allavega að þá er hún Íris veik og því afsökuð frá þrælkunarvinnu þessa laugardags og Karen því sett ein í verkið með áköfum mótmælum af hennar hálfu. Á endanum samþykir hún þó að hún verði nú að vinna þetta verk og gengur í átt að herberginu sínu með skeifu á andlitinu. Þá sé ég ljósaperu birtast fyrir ofan höfuð hennar og skeifan færist upp á við. Hún kallar með mjúkri englaröddu "Jóhann, ó Jóhann, viltu koma að leika við stóru systur?". Drengurinn verður að sjálfsögðu mjög upp með sér, það er ekki oft sem honum er boðið inn í þennan dásamlega undraheim sem inniheldur fullt af áhugaverðum hlutum sem hann má oftast ekki koma nálægt. Vesalings Jóhann hefur ekki hugmynd um að hann verði settur í hlutverk þræls og fá mest lítið að dást að þessum forboðnu hlutum systra sinna.
Svindlaði í gær og fékk mér bæði bankastjórabollu og Irish Coffey bollu. Hriiiiikalega gott!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband