13.10.2006 | 12:43
It's beginning to look a lot like Friday
Sæunn mætt á svæðið. Ekki það að ég fái að sjá hana mikið þar sem hún er allan daginn upp í skóla á misskemmtilegum fyrirlestrum. Í kvöld ætlum við hinsvegar að fjölmenna báðar tvær í "vísindaferð" hjá nemendafélaginu. Í svona vísindaferðum verður víst að kaupa vísindalegt nesti og mun ég gera það í hini vísindalegu búð ÁTVR.
Var að fá einkun úr fjölmenningunni í gær um guidelines on personal relationship at work og er bara nokkuð sátt. Þó ég sé reyndar einkunnarsnobb og sætti mig illa við einkunnir undir 8 þá var ég mjög ánægð með sjöuna mína, sérstaklega í ljósi þess að meiri hlutinn var með 3-4 og meðaleinkunin yfir alla var eitthvað um 5. Prófessor Sæunn grísaði samt og var sú eina sem fékk 10.
Engin skóli í næstu viku og fær maður þá bara að sitja á sínum mjúka rassi heima hjá sér og vinna þar í friði og spekt.
Hvernig kemur maður fíl í gegnum tollinn??
Jú þú setur auðvitað brauðsneið sitthvoru megin við hann og kallar hann nesti!
Var að fá einkun úr fjölmenningunni í gær um guidelines on personal relationship at work og er bara nokkuð sátt. Þó ég sé reyndar einkunnarsnobb og sætti mig illa við einkunnir undir 8 þá var ég mjög ánægð með sjöuna mína, sérstaklega í ljósi þess að meiri hlutinn var með 3-4 og meðaleinkunin yfir alla var eitthvað um 5. Prófessor Sæunn grísaði samt og var sú eina sem fékk 10.
Engin skóli í næstu viku og fær maður þá bara að sitja á sínum mjúka rassi heima hjá sér og vinna þar í friði og spekt.
Hvernig kemur maður fíl í gegnum tollinn??
Jú þú setur auðvitað brauðsneið sitthvoru megin við hann og kallar hann nesti!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning