9.10.2006 | 14:27
Allt í drasli
Og ég hef ekki tíma til að taka til. Verð að virkja afkvæmin í verkið því hún Sæunn skólasystir er að koma til Akureyrar á fimmtudaginn og mun gista hjá okkur. Jafnframt verð ég að fela allar flíspeysurnar mínar, öll fötin sem hafa verið keypt í hagkaup, allar flottu mublurnar sem ég hef verslað í rúmfatalagernum og allt herbalife safnið mitt. Og síðast en ekki síst þá verð ég að koma fallegu crocs skónum mínum fyrir á góðu heimili á meðan.
Annars allt gott að frétta. Nóg að gera og minnkar ekkert. Sól skín í heiði í dag en fjöllin í þessari sveit eru hvít.
Best að skvetta í sig einum kaffibolla og henda sér svo í ræktina.
Annars allt gott að frétta. Nóg að gera og minnkar ekkert. Sól skín í heiði í dag en fjöllin í þessari sveit eru hvít.
Best að skvetta í sig einum kaffibolla og henda sér svo í ræktina.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning