Jólastúss

Núna hefur maður loksins tíma til að jólastússast. Þarf að koma pakkanum til svíanna í póst. Kaupa jólagjafir, pakka þeim inn, ÞRÍFA og þvo, undirbúa afmæli og halda veislu, pakka niður bæði fyrir mig og afkvæmin, skella upp jólatrénu svo maður fái nú einhver jól.
Laugardagurinn fer í skrall. Solla, Anna Lóa og ég sjálf ætlum í leikhús að sjá Herra Kolbert. Svo er planið að fara út að borða og svo ef stemming er fyrir þá verður kíkt á skrall. Veit að Sálin er að spila í Sjallanum svo það er aldrei að vita nema að maður skelli sér þangað.
Sunnudagurinn fer í að ná heilsu og halda smá jólastund með ormunum. Mánudagurinn fer í að leggja lokahönd á pakkeríð.
Ég tel það líklegt að það verði engin jólakort frá mér í ár. Sýnist ég ekki hafa nokkurn einasta tíma til að útbúa og skrifa þau.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband