11.9.2006 | 13:45
Spikfeitur mínus á debbanum mínum
Einhver bilun varð í bankakerfi okkar íslendinga um helgina svo að allar færslur fóru út 2svar sinnum. Og þar sem ég var einstaklega dugleg að strauja kortið um helgina þá er ég í feitum mínus. Gat ekki þinglýst húsaleigusamningnum né keypt kringlu fyrir örverpið áðan. Væntanlega mun hagur vænkast síðar í dag þegar búið verður að leiðrétta villuna.
Var að fatta mér til mikillar skelfingar að ég verð að vaska upp handvirkt næsta mánuðinn, eða þar til Páll minn ástkæri bróðir kemur í land. Eitthvað moj við að tengja uppþvottavélina sem ég legg ekki í. Sem betur fer á ég nóg af krökkum sem ég get dembt þessu á þegar mér sýnist.
Rjómablíða aftur á Akureyri.
Var að fatta mér til mikillar skelfingar að ég verð að vaska upp handvirkt næsta mánuðinn, eða þar til Páll minn ástkæri bróðir kemur í land. Eitthvað moj við að tengja uppþvottavélina sem ég legg ekki í. Sem betur fer á ég nóg af krökkum sem ég get dembt þessu á þegar mér sýnist.
Rjómablíða aftur á Akureyri.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning