7.10.2006 | 09:55
Skautar og skaðræði
Er víst búin að lofa dætrum mínum að fara með þær á skauta í dag. Þá mun belja mæta á svellið í orðsins fyllstu merkingu. Ekki stigið á skauta frá því að ég var um 16 vetra, en þótti þó mjög gaman á svellinu þá. Hugsa að ég geymi bara myndavélina heima hjá mér.
Stærðfræðipróf í kvöld og ég er í því að reyna að finna út aðferðir við að reikna aðfellur, lóðfellur og logaritma.
Þar til síðar, og vonandi mölva ég ekki á mér fæturnar eins og Steini klaufi. Samt er eðlilegra að brjóta fætur á skautum heldur en við tölvu!
Túss.
Stærðfræðipróf í kvöld og ég er í því að reyna að finna út aðferðir við að reikna aðfellur, lóðfellur og logaritma.
Þar til síðar, og vonandi mölva ég ekki á mér fæturnar eins og Steini klaufi. Samt er eðlilegra að brjóta fætur á skautum heldur en við tölvu!
Túss.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning