8.11.2006 | 19:02
Læt mig ekki vanta ...
... á þennan fyrirlestur á morgun.
Málstofa í auðlindafræðum - Er Gullæði framundan?
Fyrirlestur á vegum Viðskipta- og raunvísindadeildar. Er Gullæði framundan? Fimmtudaginn 9. nóvember mun Andri Snær Magnason rithöfundur halda fyrirlestur þar sem hann mun meðal annars fjalla um orkukosti framtíðarinnar í tengslum við álver framtíðarinnar. Fyrirlesturinn hefst kl 12.00 og er í anddyri Borga.
Nýlega var tilkynnt um álver í Þorlákshöfn en sveitarfélög þar hafa gefið út kynningarbækling þar sem Torfajökulsvæðið, Markarfljót og Langisjór eru kynnt sem framtíðar orkukostir. Þessi tilkynning bætist við stækkun í Straumsvík, álver í Helguvík, stækkun Norðuráls og áform Alcoa á Húsavík og Reyðarfirði. Iðnaðarráðherra hefur tilkynnt að stóriðjustefnan verði í framtíðinni rekin af sveitarfélögum. En áttu áform RUSAL á Norðurlandi að kalla á gagnrýna umræðu árið 2003 og hafði sveitarfélagið innviði og þekkingu til að glíma við slíkt fyrirtæki? Í orkumálum þjóðarinnar virðist gullæði vera í uppsiglingu og áformin munu gjörbreyta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrirlesari leitar svara við hvernig hægt verði að knýja öll þessi orkuver en þessi áform munu nýta meira en 3/5 af mögulegum raforkuforða Íslands. Orku og auðlindamál snúast um yfirsýn, langtímahugsun og spár um þróun en hvar á að fá orkuna þegar verksmiðjur þurfa að stækka? Leitað verður að mörkum skynsamlegrar nýtingar og jafnvel lögð drög að hvar sáttin gæti legið. Er auðlind alltaf auðlind? Þegar menn neita sér um auðlind, eru menn að skerða heildartekjur eða stækka sjóndeildarhringinn? Íslendingar hafa til dæmis menntað 1700 lækna, 500 þeirra eru erlendis. Er það ekki auðlind sem rennur vannýttur til sjávar og hafa menn einhverja sýn um hvernig megi nýta hana?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning