Ég er ástfangin

En áður en ég fjalla um tilfinningar mínar þá bara verð ég að koma því að, að ís er góður.
Svo kemur hún Andrea mín loksins loksins heim til Íslands í kvöld. Merkilegt hvað ég er búin að sakna þess mikið að láta minna mig á hvað ég sé púkó, fávís og almennt ofsalega hallærisleg og til skammar á almannafæri. Á morgun flýgur Drési minn svo heim í móðurhús og þá verður gaman. Mútta kemur líka á morgun og æltar að aðstoða mig við hraðpakkið.
En aftur að ástinni. Var stödd í afleysingarvinnu minni í dýrabúð Ísafjarðar þegar inn labbar ungur maður. Í fanginum á þessum unga manni var 10 vikna Rottweiler hvolpur. Ég féll kylliflöt fyrir þessu rassgati og ætla að berjast fyrir hjónabandi á milli manna og hunda. Ástin er yndisleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband