27.2.2007 | 13:09
Snjór og meiri snjór
Kominn vetur aftur. Get ekki sagt að það kæti mig neitt voðalega. Finnst fátt leiðinlegra en að vakna snemma að morgni og skafa snjó og klaka af rassatinum.Júlli á leiðinni til Akureyrar. Gisti hér í nótt en tekur svo soninn yfir til Húsavíkur. Kemur svo aftur á föstudaginn og tekur dæturnar. Mikil spenna í liðinu. Verður samt skrítið að vera ein í kotinu yfir helgina.Gáta dagsins:Hvað eru mörg R í því?Viðauki og jafnvel önnur gáta:
Hversu steiktur er maður orðinn þegar maður heldur tólinu á símanum upp að eyranu án þess að ætla að hringja eða vera að tala við neinn, í heilar 5 mínútur áður en maður fattar það?Ég kenni námsefni síðustu daga um.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning