16.12.2006 | 11:10
Mandarínur
Á hverju ári um þetta leiti er mandarínuvertíðin. Það þýðir að það séu keypt rúmlega 5 kg af mandarínu á viku sem hverfa svo ofan í heimilisfólk á methraða. Húsmóðirin er sérlega solgin í rínurnar og á það til að sporðrenna hátt í 10 stykkjum á einum degi. Um daginn var ein mandarína eftir í ávaxtaskálinni og var húsmóðir að spara hana fram yfir fréttatíma, en þá hugðist hún njóta hennar ein án þess að hafa suðandi börn yfir sér. Fréttir byrjuðu og húsmóðir límdist við skjáinn. Einbeitt fylgdist hún með helstu viðburðum dagsins en var trufluð af smjatthljóði og sætum ilmi mandarínu. Í angist snéri hún höfðinu og sá síðasta bátinn hverfa upp í gin örverpisins sem stundi "mmmmmmmm góð mandalína mamma!"
Svona til viðbótar þá gengur örverpið um þessa dagana og tilkynnir öllum að hann heiti Jóha Hór Júlíuson.
Svona til viðbótar þá gengur örverpið um þessa dagana og tilkynnir öllum að hann heiti Jóha Hór Júlíuson.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning