19.3.2007 | 13:43
Andsetni prentarinn í grænmetisgarðinum
Sit hér við skrifborðið mitt og er að prenta út eyðublöð og annað efni fyrir ársreikningaverkefnið sem við Sæunn eigum að skila 26. mars.Það gengur bara ofsalega vel að prenta þó ég segi sjálf frá. Að vísu er prentarinn eins og hann sé á spítti þessa stundina. Byrjaði að prenta í slow motion en tók sig svo til og tók æðiskast og hrækti blöðunum úr sér á methraða svo að mér stóð hreinlega ekki á sama.Vil benda dyggum lesendum mínum á að taka þátt í djúphugsuðum pælingum Sæunnar á blogginu hennar www.123.is/snyrtipinni og gefa upp hvaða grænmeti þú ert, sértu kona eða hvaða ávöxtur þú ert sértu karl. Ég komst að því sjálf eftir miklar pælingar að ég get ekki verið neitt annað en gúrka.Prentarinn búinn að vinna, best að ég vindi mér í lærdóminn.Yfir og út!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning