Brynju ís

Við Sæunn ákváðum að í dag væri dagurinn fyrir mig til að smakka Brynjuís. Við lögðum Rassatinum mínum niður í miðbæ og ákváðum að rölta í búlluna og versla þennan ís. Eftir um hálftíma labb vorum við orðnar rammvilltar og voru engan Brynjuís með. Neyddumst til að spyrja til vegar og var þá bent á að ísbúðinn væri alls ekkert í miðbænum. Næsta skref var að stökkva inn í Rassatinn og tæta af stað í ísátt.
Nokkru síðar vorum við komnar með ís í hönd og ákváðum að tilla okkur á bekk sem var þarna við búðina. Hlupum æpandi í burtu þar sem geitungum finnst Brynjuís greinilega einstaklega góður.
Ákváðum að öruggara væri að borða bara ísinn í bílnum. En þar sem okkur var afskaplega heitt þá hafði ég hurðina opna. Auðvitað kom geitungur Jónsson undir eins og gerði sér lítið fyrir og tróð sér inn í bílinn. Við Sæunn hentumst út á leifturhraða, vælandi eins og kellingum er einum lagið. Í látunum lenti ísinn minn í götunni en herra geitungur sat sem fastast inn í bíl.
Nú voru góð ráð dýr. Sæunn átti að mæta upp í skóla eftir klukkutíma og við vorum ekkert vissar um hvort að kvikindið yrði farið nógu tímanlega. Hægt og rólega fikraði hetjan ég, mig að bílnum og aðgætti hvar flugudruslan væri niðurkomin. Sá ekki tangur né tendur af röndótta rassinum en þorði engu að síður ekki að setjast inn í bíl. Við vorum handvissar um að óvætturinn myndi fljúga upp um leið og við værum komnar út í umferð og það hefði geta farið illa þar sem Sæunn var viss um að hún myndi stökkva út á ferð og ég var viss um að ég myndi snarnegla niður á punktinum og hlaupa út.
Á endanum tókum við samt sénsinn og ókum á leifturhraða í gegnum bæinn og heim til Palla bróður. Ekkert bólaði á geitungnum en ég er samt sannfærð um að hann er ennþá inn í bílnum og muni fljúga upp þegar ég á síst von á því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband