5.9.2006 | 18:45
Pólskt hössl
Ég fékk að finna smjörþefin af því um helgina hvernig hinn almenni pólski karlmaður fer að því að komast í brækur kvenkynsins. Skellti mér á kaffihús í Hafnarfjarðarbæ með henni Finnu frænku minni. Þar hittum við vini hennar og vinnufélaga Steve og Buster hinu bresku. Steve og Buster hinir bresku voru að skeggræða við einhverja pólska drengstaula. Ég settist í sæti sem var í nálægð við einn pólska drengstaulann. Ég heyrði ískur í stól sem er færður til 10 sekúndum eftir að ég settist, 8 sekúndum síðar fann ég andardrátt á öxlinni minni, 5 sekúndum síðar var hönd komin á lærið á mér, 2 sekúndum síðar var hún á hraðferð upp undir pilsið mitt í átt að mínu allra heilagasta, 0,5 sekúndum síðar var ég búin að koma mér á lappir og setjast eins langt í burtu frá pólverjanum fjölþreifna eins og mögulegt var.
30 sekúndum eftir að ég færði mig var pólverjasauðurinn farinn að mæna á frænku mína með ástaraugum án árangurs þó.
30 sekúndum eftir að ég færði mig var pólverjasauðurinn farinn að mæna á frænku mína með ástaraugum án árangurs þó.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning