Umferðin og ég

Ég, Íris og Rassatinn brugðum okkur niður í bæ í dag. Erindið var að láta taka saumana hennar Írisar eftir myndarammaslysið ógurlega. Byrja á því að bakka úr bílastæðnu hér heima án þess að moka burt þennan litla snjó sem var á afturúðunni. Hefði gengið eins og í sögu ef lögreglan hefði ekki í sömu andrá keyrt inn á stæðið. Löggi stökk út og skammaði mig fyrir að taka ekki almennilega af bílnum. Að sjálfsögðu varð ég alveg miður mín og felldi tár og var í miklu uppnámi. Hreinsaði af rúðunni og hóf för mína niður í bæ. Fór í gegnum hringtorg og svo að næstu ljósum þar sem ég stoppaði samviskusamlega. Skildi ekkert af hverju gaur sem var beint fyrir framan mig góndi á mig eins og ég væri eitthvað viðundur úr himingeimnum fyrr en ég leit upp og sá að ég hafði stoppað á GRÆNU ljósi. Guðbjörg fífl! Vil meina að þetta sé tölfræðinni að kenna en ekki það að ég sé gufa og fáviti.
Til að þóknast Maríu er hér smá táslublogg. Tálurnar mínar eru sætar og krúttlegar. Að vísu þyrfti að klippa neglurnar og jafnvel skafa undan þeim, en það krefst þess að ég þurfi að beygja mig og það er aðeins of mikil líkamleg áreynsla.
Búið í bili, bæ!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband